Fiat-Chrysler að kaupa Piaggio Finnur Thorlacius skrifar 22. september 2014 10:22 Vespa frá Piaggio. Heyrst hefur að Fiat-Chrysler ætli að kaupa ítalska vespuframleiðandann Piaggio og bæta með því enn einu merkinu í bíla- og mótorhjólafjölskyldu sína. Færi Fiat-Chrysler þar í fótspor Volkswagen sem keypti ítalska mótorhjólaframleiðandann Ducati fyrir nokkrum árum. Mercedes Benz hefur einnig sýnt áhuga á kaupum á MV Augusta mótorhjólaframleiðandanum ítalska. Ennfremur á BMW sína eigin mótorhjóladeild, svo það virðist sem margir bílaframleiðandi telji að nauðsynlegt sé að framleiða einnig mótorhjól. Ef að þessum kaupum verður munu merkin Aprilia, Moto Guzzi og Vespa tilheyra Fiat-Chrysler. Enn einn bílaframleiðandinn sem hefur áhuga á mótorhjólaframleiðslu er indverski bílaframleiðandinn Mahindra, sem hefur lýst yfir áhuga á að kaupa Peugeot mótorhjóladeild franska bílaframleiðandans, sem tapað hefur miklu fé á undanförnum árum. Það er semsagt mikil gerjun í mótorhjólaheiminum og ef til vill verða þeir svo til allir í eigu stórra bílaframleiðenda á næstunni. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent
Heyrst hefur að Fiat-Chrysler ætli að kaupa ítalska vespuframleiðandann Piaggio og bæta með því enn einu merkinu í bíla- og mótorhjólafjölskyldu sína. Færi Fiat-Chrysler þar í fótspor Volkswagen sem keypti ítalska mótorhjólaframleiðandann Ducati fyrir nokkrum árum. Mercedes Benz hefur einnig sýnt áhuga á kaupum á MV Augusta mótorhjólaframleiðandanum ítalska. Ennfremur á BMW sína eigin mótorhjóladeild, svo það virðist sem margir bílaframleiðandi telji að nauðsynlegt sé að framleiða einnig mótorhjól. Ef að þessum kaupum verður munu merkin Aprilia, Moto Guzzi og Vespa tilheyra Fiat-Chrysler. Enn einn bílaframleiðandinn sem hefur áhuga á mótorhjólaframleiðslu er indverski bílaframleiðandinn Mahindra, sem hefur lýst yfir áhuga á að kaupa Peugeot mótorhjóladeild franska bílaframleiðandans, sem tapað hefur miklu fé á undanförnum árum. Það er semsagt mikil gerjun í mótorhjólaheiminum og ef til vill verða þeir svo til allir í eigu stórra bílaframleiðenda á næstunni.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent