Óttast útbreiðslu ebólu Birta Björnsdóttir skrifar 9. október 2014 20:00 Peter Piot var í teymi vísindamanna sem uppgötvaði ebóluveiruna í blóðsýni úr belgískri nunnu sem hafði starfað í afríska ríkinu Zaire sem í dag er hluti af Kongó. Þetta var árið 1976 en það tók nokkurn tíma fyrir vísindamennina að átta sig á að um nýja og óþekkta veiru væri að ræða. Piot gaf veirunni nafn sitt sem dregið er af ánni Ebólu í Austur-Kongó. Piot segist í upphafi ekki hafa óttast að ebóla myndi ná útbreiðslu en hann hafi áttað sig á því í júní að ástandið væri grafalvarlegt. „Þetta er háalvarlegur faraldur, meðal annars fyrir þær sakir hversu hátt hlutfall þeirra sem sýkjast deyja. Um 80-90% sýktra láta lífið fái þeir ekki viðeigandi meðferð,” sagði hann. Piot segir að ef að veiran stökkbreyti sér, sem sé líklegt, þá gæti hún breiðst hraðar út. Hann segist óttast ólýsanlegan harmleik á alheimsvísu í kjölfarið. Undir þessar áhyggjur Piots tekur Bryndís Sigurðardóttir. „Það er hörmungarástand. Ég er sammála yfirllýsingu Alþjóða heilbrigðismálaráðuneytisins þar sem menn segja ástandið grafaalvarlegt. Ef faraldurinn heldur áfram óbreyttur verða um 20 þúsund smitaðir í lok nóvember og jafnvel milljón í lok janúar. Það eru ógnvænlegar tölur," segir Bryndís, sem er settur yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Ebóla var meðal efnis fundar hjá velferðarnefnd Alþingis í gær þar sem farið var yfir stöðu mála hér á landi. Verið er að fullmanna hátt í þrjátíu manna viðbragðsteymi sem tekur til starfa ef ebólusmit kemur upp hér á landi. Þar kom meðal annars fram að hér á landi er ekki til viðunandi einangrunardeild líkt og á hinum Norðurlöndunum en að bráðalyflækningadeildin A2 í Fossvogi sé sú eina á landinu sem búin viðunandi loftræstingu. Yrði hún því notuð í breyttri mynd komi upp tilfelli af ebólu hér á landi. „Sóttvarnarlækir benti á fundinum á að milli Norðurlandanna væri samkomulag svo löndin eru skuldbundin til að aðstoða hvort annað komi til krísuástands, varðandi sjúkraflutninga og innlagnir," sagði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar, á Alþingi í gær. „Það eru afar litlar líkur á því að þessi faraldur breiðist út í vestrænum löndum þar sem við höfum aðgang að sýkingavörnum og búnaði. Aðstæðurnar í Vestur-Afríku eru ólýsanlegar og aðbúnaður allur annar en sá sem við eigum að venjast. En innst inni hefur maður áhyggjur og við fylgjumst grannt með gangi mála í Bandaríkjunum og á Spáni,” segir Bryndís. Ebóla Tengdar fréttir Talin hafa snert andlit sitt með hanska Spænska aðstoðarhjúkrunarkonan, sem smitaðist af ebóluveirunni, virðist hafa gert þau mistök að snerta andlitið á sér með hanska sem hún hafði notað við umönnun ebólusmitaðs prests. 9. október 2014 07:00 Landspítalinn leitar að fólki í viðbragðsteymi vegna ebólu Um tíu manns vantar í hópinn sem settur var á laggirnar í júlí síðastliðnum. 9. október 2014 13:06 3.700 börn hafa misst einn eða báða foreldra vegna ebólu Hin 16 ára Promise og systkyni hennar mættu miklum fordómum eftir að foreldrar þeirra og fimm mánaða bróðir létust vegna veirunnar. 9. október 2014 10:37 SOS neyðaraðstoð vegna ebólu Samkvæmt BBC hafa að minnsta kosti 3.700 börn misst báða foreldra sína úr ebólu. Oftar en ekki er þessum börnum hafnað af stórfjölskyldu sinni vegna ótta við ebólusmit. 9. október 2014 15:29 Óttast óhugsandi harmleik vegna ebólu Belgískur læknir sem uppgötvaði ebólu, Peter Piot, segir að ef veiran stökkbreyti sér þá sé líklegt að hún breiðist hraðar út. 9. október 2014 08:52 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Peter Piot var í teymi vísindamanna sem uppgötvaði ebóluveiruna í blóðsýni úr belgískri nunnu sem hafði starfað í afríska ríkinu Zaire sem í dag er hluti af Kongó. Þetta var árið 1976 en það tók nokkurn tíma fyrir vísindamennina að átta sig á að um nýja og óþekkta veiru væri að ræða. Piot gaf veirunni nafn sitt sem dregið er af ánni Ebólu í Austur-Kongó. Piot segist í upphafi ekki hafa óttast að ebóla myndi ná útbreiðslu en hann hafi áttað sig á því í júní að ástandið væri grafalvarlegt. „Þetta er háalvarlegur faraldur, meðal annars fyrir þær sakir hversu hátt hlutfall þeirra sem sýkjast deyja. Um 80-90% sýktra láta lífið fái þeir ekki viðeigandi meðferð,” sagði hann. Piot segir að ef að veiran stökkbreyti sér, sem sé líklegt, þá gæti hún breiðst hraðar út. Hann segist óttast ólýsanlegan harmleik á alheimsvísu í kjölfarið. Undir þessar áhyggjur Piots tekur Bryndís Sigurðardóttir. „Það er hörmungarástand. Ég er sammála yfirllýsingu Alþjóða heilbrigðismálaráðuneytisins þar sem menn segja ástandið grafaalvarlegt. Ef faraldurinn heldur áfram óbreyttur verða um 20 þúsund smitaðir í lok nóvember og jafnvel milljón í lok janúar. Það eru ógnvænlegar tölur," segir Bryndís, sem er settur yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Ebóla var meðal efnis fundar hjá velferðarnefnd Alþingis í gær þar sem farið var yfir stöðu mála hér á landi. Verið er að fullmanna hátt í þrjátíu manna viðbragðsteymi sem tekur til starfa ef ebólusmit kemur upp hér á landi. Þar kom meðal annars fram að hér á landi er ekki til viðunandi einangrunardeild líkt og á hinum Norðurlöndunum en að bráðalyflækningadeildin A2 í Fossvogi sé sú eina á landinu sem búin viðunandi loftræstingu. Yrði hún því notuð í breyttri mynd komi upp tilfelli af ebólu hér á landi. „Sóttvarnarlækir benti á fundinum á að milli Norðurlandanna væri samkomulag svo löndin eru skuldbundin til að aðstoða hvort annað komi til krísuástands, varðandi sjúkraflutninga og innlagnir," sagði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar, á Alþingi í gær. „Það eru afar litlar líkur á því að þessi faraldur breiðist út í vestrænum löndum þar sem við höfum aðgang að sýkingavörnum og búnaði. Aðstæðurnar í Vestur-Afríku eru ólýsanlegar og aðbúnaður allur annar en sá sem við eigum að venjast. En innst inni hefur maður áhyggjur og við fylgjumst grannt með gangi mála í Bandaríkjunum og á Spáni,” segir Bryndís.
Ebóla Tengdar fréttir Talin hafa snert andlit sitt með hanska Spænska aðstoðarhjúkrunarkonan, sem smitaðist af ebóluveirunni, virðist hafa gert þau mistök að snerta andlitið á sér með hanska sem hún hafði notað við umönnun ebólusmitaðs prests. 9. október 2014 07:00 Landspítalinn leitar að fólki í viðbragðsteymi vegna ebólu Um tíu manns vantar í hópinn sem settur var á laggirnar í júlí síðastliðnum. 9. október 2014 13:06 3.700 börn hafa misst einn eða báða foreldra vegna ebólu Hin 16 ára Promise og systkyni hennar mættu miklum fordómum eftir að foreldrar þeirra og fimm mánaða bróðir létust vegna veirunnar. 9. október 2014 10:37 SOS neyðaraðstoð vegna ebólu Samkvæmt BBC hafa að minnsta kosti 3.700 börn misst báða foreldra sína úr ebólu. Oftar en ekki er þessum börnum hafnað af stórfjölskyldu sinni vegna ótta við ebólusmit. 9. október 2014 15:29 Óttast óhugsandi harmleik vegna ebólu Belgískur læknir sem uppgötvaði ebólu, Peter Piot, segir að ef veiran stökkbreyti sér þá sé líklegt að hún breiðist hraðar út. 9. október 2014 08:52 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Talin hafa snert andlit sitt með hanska Spænska aðstoðarhjúkrunarkonan, sem smitaðist af ebóluveirunni, virðist hafa gert þau mistök að snerta andlitið á sér með hanska sem hún hafði notað við umönnun ebólusmitaðs prests. 9. október 2014 07:00
Landspítalinn leitar að fólki í viðbragðsteymi vegna ebólu Um tíu manns vantar í hópinn sem settur var á laggirnar í júlí síðastliðnum. 9. október 2014 13:06
3.700 börn hafa misst einn eða báða foreldra vegna ebólu Hin 16 ára Promise og systkyni hennar mættu miklum fordómum eftir að foreldrar þeirra og fimm mánaða bróðir létust vegna veirunnar. 9. október 2014 10:37
SOS neyðaraðstoð vegna ebólu Samkvæmt BBC hafa að minnsta kosti 3.700 börn misst báða foreldra sína úr ebólu. Oftar en ekki er þessum börnum hafnað af stórfjölskyldu sinni vegna ótta við ebólusmit. 9. október 2014 15:29
Óttast óhugsandi harmleik vegna ebólu Belgískur læknir sem uppgötvaði ebólu, Peter Piot, segir að ef veiran stökkbreyti sér þá sé líklegt að hún breiðist hraðar út. 9. október 2014 08:52