3.700 börn hafa misst einn eða báða foreldra vegna ebólu Samúel Karl Ólason skrifar 9. október 2014 10:37 Vísir/AP Að minnsta kosti 3.700 börn í Líberíu, Gíneu og Síerra Leóne hafa misst annað eða báða foreldra sína vegna ebólu. Sameinuðu þjóðirnar gera ráð fyrir að þessi tala muni tvöfaldast í mánuðinum, en mörg þessara barna búa áfram á heimilum sínum, ein og yfirgefin.AP fréttaveitan segir frá sögu stúlku sem heitir Promise og hvernig meirihluti fjölskyldu hennar smitaðist af ebólu og dó.Hálf fjölskyldan veiktist Promise er 16 ára gömul og bjó ásamt foreldrum sínum og fjórum systkynum í litlu húsi í höfuðborg Líberíu, Monróvíu. Móðir hennar dó í síðasta mánuði og skömmu seinna sýndu faðir hennar og fimm mánaða gamall bróðir einnig einkenni. Þá áttaði hún sig á því að þetta væri ekki malaría. Hún segist hafa reynt að halda systkynum sínum öruggum og lét þau leika sér mikið úti og eftir að hún annaðist faðir sinn þreif hún sér vel um hendurnar. Þrátt fyrir það smitaðist annar bróðir hennar af veirunni. Á endanum lést yngsti bróðir hennar, en lík hans var á heimili þeirra um nokkurra daga skeið þar sem heilbrigðisstarfsmenn höfðu ekki tök á að sækja líkið, né faðir hennar sem veiktist meira með hverjum deginum. Þeir komu þó og hún horfði á hálfa fjölskyldu sína flutta á brott í sjúkrabíl. Promise sat eftir með 15 ára bróður sínum og 13 ára systur.Mættu miklum fordómum Frændi þeirra lét þau hafa peninga en vildi þó ekki snerta þau né koma of nálægt þeim. Hinum börnunum var bannað að leika við þau og þau mættu miklum fordómum. Þar að auki höfðu þau ekki aðgang að síma né áttu þau efni á því að taka leigubíl til að kanna heilsu föður þeirra og bróður. Að endingu náðu þau þau að skrapa saman nægum peningum til að finna föður sinn. Þegar þau komu að meðferðarstöðinni sem faðir þeirra og bróðir voru fluttir á kannaði öryggisvörður hvort faðir þeirra væri enn lifandi. Vörðurinn sagði þeim að hann væri látinn, en það sem verra var þá gat enginn sagt þeim hvort ellefu ára gamall bróðir þeirra, Emmanuel, væri lífs eða liðinn. Nokkrum dögum seinna sá Promise bróðir sinn í sjónvarpinu þar sem sagt var frá börnum sem höfðu lifað veiruna af en hefðu ekki náð sambandi við fjölskyldu sína. Börnin þrjú náðu í bróðir sinn og komu honum heim. Skömmu eftir að hann kom heim byrjaði Ruth, 13 ára systir Promise að sýna einkenni sýkingar og var hún tekin á brott af heilbrigðisstarfsmönnum. Hún lifði þó veiruna af. Enn mæta börnin þó miklum fordómum af nágrönnum sínum og skyldmennum sem forðast að koma nálægt þeim. Hér að neðan má sjá myndband um sögu fjölskyldunnar. Ebóla Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Að minnsta kosti 3.700 börn í Líberíu, Gíneu og Síerra Leóne hafa misst annað eða báða foreldra sína vegna ebólu. Sameinuðu þjóðirnar gera ráð fyrir að þessi tala muni tvöfaldast í mánuðinum, en mörg þessara barna búa áfram á heimilum sínum, ein og yfirgefin.AP fréttaveitan segir frá sögu stúlku sem heitir Promise og hvernig meirihluti fjölskyldu hennar smitaðist af ebólu og dó.Hálf fjölskyldan veiktist Promise er 16 ára gömul og bjó ásamt foreldrum sínum og fjórum systkynum í litlu húsi í höfuðborg Líberíu, Monróvíu. Móðir hennar dó í síðasta mánuði og skömmu seinna sýndu faðir hennar og fimm mánaða gamall bróðir einnig einkenni. Þá áttaði hún sig á því að þetta væri ekki malaría. Hún segist hafa reynt að halda systkynum sínum öruggum og lét þau leika sér mikið úti og eftir að hún annaðist faðir sinn þreif hún sér vel um hendurnar. Þrátt fyrir það smitaðist annar bróðir hennar af veirunni. Á endanum lést yngsti bróðir hennar, en lík hans var á heimili þeirra um nokkurra daga skeið þar sem heilbrigðisstarfsmenn höfðu ekki tök á að sækja líkið, né faðir hennar sem veiktist meira með hverjum deginum. Þeir komu þó og hún horfði á hálfa fjölskyldu sína flutta á brott í sjúkrabíl. Promise sat eftir með 15 ára bróður sínum og 13 ára systur.Mættu miklum fordómum Frændi þeirra lét þau hafa peninga en vildi þó ekki snerta þau né koma of nálægt þeim. Hinum börnunum var bannað að leika við þau og þau mættu miklum fordómum. Þar að auki höfðu þau ekki aðgang að síma né áttu þau efni á því að taka leigubíl til að kanna heilsu föður þeirra og bróður. Að endingu náðu þau þau að skrapa saman nægum peningum til að finna föður sinn. Þegar þau komu að meðferðarstöðinni sem faðir þeirra og bróðir voru fluttir á kannaði öryggisvörður hvort faðir þeirra væri enn lifandi. Vörðurinn sagði þeim að hann væri látinn, en það sem verra var þá gat enginn sagt þeim hvort ellefu ára gamall bróðir þeirra, Emmanuel, væri lífs eða liðinn. Nokkrum dögum seinna sá Promise bróðir sinn í sjónvarpinu þar sem sagt var frá börnum sem höfðu lifað veiruna af en hefðu ekki náð sambandi við fjölskyldu sína. Börnin þrjú náðu í bróðir sinn og komu honum heim. Skömmu eftir að hann kom heim byrjaði Ruth, 13 ára systir Promise að sýna einkenni sýkingar og var hún tekin á brott af heilbrigðisstarfsmönnum. Hún lifði þó veiruna af. Enn mæta börnin þó miklum fordómum af nágrönnum sínum og skyldmennum sem forðast að koma nálægt þeim. Hér að neðan má sjá myndband um sögu fjölskyldunnar.
Ebóla Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira