Þrjú til fjögur ár í Minecraft kvikmynd Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2014 16:17 Mynd/Mojang Framleiðendur Minecraft, Mojang gerðu fyrr á árinu samning við Warner Bros um framleiðslu kvikmyndar sem byggð verður á leiknum. Vu Bui, einn af forsvarsmönnum Mojang sagði í viðtali við Guardian nýverið að myndin kæmi líklega út eftir þrjú til fjögur ár. Þó sagði hann að framleiðsla myndarinnar væri enn á byrjunarstigi. Um 54 milljónir eintaka af leiknum hafa verið seld. Einnig hafa verið gefnar út bækur, lego sett og peysur svo eitthvað sé nefnt. Leikurinn hefur notið gífurlegra vinsælda en Mojang var nýverið keypt af Microsoft fyrir tvo og hálfan milljarð dala, eða um 300 milljarða króna. Vu Bui segir að mörg framleiðslufyrirtæki hafi reynt að fá kvikmyndaréttinn af Minecraft, en þeir völdu Warner Bros. „Við ákváðum að þeir eru liðið sem við viljum vinna með. Þeir virða vörumerkið, leikinn og vilja gera eitthvað sem verður alveg frábært. Þeir vilja ekki bara græða á vinsældum leiksins.“ Hann segir að töluverðum fjármunum verði varið í framleiðslu myndarinnar en vill lítið segja um hvernig myndin verður. Leikjavísir Mest lesið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Fleiri fréttir Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
Framleiðendur Minecraft, Mojang gerðu fyrr á árinu samning við Warner Bros um framleiðslu kvikmyndar sem byggð verður á leiknum. Vu Bui, einn af forsvarsmönnum Mojang sagði í viðtali við Guardian nýverið að myndin kæmi líklega út eftir þrjú til fjögur ár. Þó sagði hann að framleiðsla myndarinnar væri enn á byrjunarstigi. Um 54 milljónir eintaka af leiknum hafa verið seld. Einnig hafa verið gefnar út bækur, lego sett og peysur svo eitthvað sé nefnt. Leikurinn hefur notið gífurlegra vinsælda en Mojang var nýverið keypt af Microsoft fyrir tvo og hálfan milljarð dala, eða um 300 milljarða króna. Vu Bui segir að mörg framleiðslufyrirtæki hafi reynt að fá kvikmyndaréttinn af Minecraft, en þeir völdu Warner Bros. „Við ákváðum að þeir eru liðið sem við viljum vinna með. Þeir virða vörumerkið, leikinn og vilja gera eitthvað sem verður alveg frábært. Þeir vilja ekki bara græða á vinsældum leiksins.“ Hann segir að töluverðum fjármunum verði varið í framleiðslu myndarinnar en vill lítið segja um hvernig myndin verður.
Leikjavísir Mest lesið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Fleiri fréttir Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira