Erlent

Norskur læknir með ebólu

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Norskur læknir sem starfað hefur með Læknum án landamæra (MSF) í Síerra Leóne hefur smitast af ebólu og verður flutt heim til Noregs til meðferðar. Læknirinn var settur í sóttkví í gær, eftir að hún fékk hita og tilraunir sannreyndu að hún hafi smitast af veirunni.

Læknirinn er fyrsti Norðmaðurinn sem smitast af ebólu.

„Við erum að vinna að því að ná samstarfsmanni okkar heim eins fljótt og auðið er,“ segir Anna Cecilie Kaltenborn frá MSF við Reuters fréttaveituna.

Við komuna til Noregs mun læknirinn fara í einangrun í Osló, þar sem meðferð gegn veirunni mun hefjast. Nafn læknisins hefur ekki verið gefið upp, en norskir fjölmiðlar segja hana vera konu.

Utanríkisráðuneyti Noregs kynnti fyrr í dag að 89 til 184 milljónum norskra króna yrði varið til baráttunnar gegn veirunni í Vestur-Afríku. Herflugvélar munu flytja birgðir og heilbrigðisstarfsmenn til sýktra svæða í Afríku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×