Hvernig lifðu allir þetta af? Finnur Thorlacius skrifar 6. október 2014 14:24 Um helgina varð þessi svakalega velta í rallýkeppninni Jolly Rally Valle d´Aosta suður í Ítalíu. Það eru ökumennirnir Piero Scavone og Diego D´Herin sem þarna ná ekki krappri beygju á Renault Clio bíl sínum þegar þeir koma of hratt inní hana. Bíll þeirra hendist uppá vegkantinn og rúllar eftir honum einmitt þar sem fjöldi áhorfenda er. Á myndunum að dæma er hreint með ólíkindum að enginn þeirra verði fyrir bílnum þar sem hann stefnir beint á þá. Ekki er það síður merkilegt að ökumenn bílsins hafi ekki stórslasast í hildarleiknum. Staðsetning áhorfendanna er í raun alveg út í hött, svona rétt eftir krappa beygju, en sem betur fer var lukkan með þeim. Myndskeiðið er með því svakalegasta sem sést hefur. Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent
Um helgina varð þessi svakalega velta í rallýkeppninni Jolly Rally Valle d´Aosta suður í Ítalíu. Það eru ökumennirnir Piero Scavone og Diego D´Herin sem þarna ná ekki krappri beygju á Renault Clio bíl sínum þegar þeir koma of hratt inní hana. Bíll þeirra hendist uppá vegkantinn og rúllar eftir honum einmitt þar sem fjöldi áhorfenda er. Á myndunum að dæma er hreint með ólíkindum að enginn þeirra verði fyrir bílnum þar sem hann stefnir beint á þá. Ekki er það síður merkilegt að ökumenn bílsins hafi ekki stórslasast í hildarleiknum. Staðsetning áhorfendanna er í raun alveg út í hött, svona rétt eftir krappa beygju, en sem betur fer var lukkan með þeim. Myndskeiðið er með því svakalegasta sem sést hefur.
Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent