Hvernig lifðu allir þetta af? Finnur Thorlacius skrifar 6. október 2014 14:24 Um helgina varð þessi svakalega velta í rallýkeppninni Jolly Rally Valle d´Aosta suður í Ítalíu. Það eru ökumennirnir Piero Scavone og Diego D´Herin sem þarna ná ekki krappri beygju á Renault Clio bíl sínum þegar þeir koma of hratt inní hana. Bíll þeirra hendist uppá vegkantinn og rúllar eftir honum einmitt þar sem fjöldi áhorfenda er. Á myndunum að dæma er hreint með ólíkindum að enginn þeirra verði fyrir bílnum þar sem hann stefnir beint á þá. Ekki er það síður merkilegt að ökumenn bílsins hafi ekki stórslasast í hildarleiknum. Staðsetning áhorfendanna er í raun alveg út í hött, svona rétt eftir krappa beygju, en sem betur fer var lukkan með þeim. Myndskeiðið er með því svakalegasta sem sést hefur. Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent
Um helgina varð þessi svakalega velta í rallýkeppninni Jolly Rally Valle d´Aosta suður í Ítalíu. Það eru ökumennirnir Piero Scavone og Diego D´Herin sem þarna ná ekki krappri beygju á Renault Clio bíl sínum þegar þeir koma of hratt inní hana. Bíll þeirra hendist uppá vegkantinn og rúllar eftir honum einmitt þar sem fjöldi áhorfenda er. Á myndunum að dæma er hreint með ólíkindum að enginn þeirra verði fyrir bílnum þar sem hann stefnir beint á þá. Ekki er það síður merkilegt að ökumenn bílsins hafi ekki stórslasast í hildarleiknum. Staðsetning áhorfendanna er í raun alveg út í hött, svona rétt eftir krappa beygju, en sem betur fer var lukkan með þeim. Myndskeiðið er með því svakalegasta sem sést hefur.
Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent