Aukning í bílasölu 58% í september Finnur Thorlacius skrifar 3. október 2014 17:27 Toyota RAV. Toyota seldi flesta bíla í september, eða 110. Sala á nýjum fólksbílum frá 1. til 30. september sl. jókst um 58% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 553 stk. í samanburði við 350 í sama mánuði í fyrra, eða aukning um 203 bíla. Samtals hafa verið skráðir 8169 fólksbílar á fyrstu 9 mánuðum ársins og er það 30,7% aukning frá fyrra ári. Fjöldi bílaleigubíla af heildarnýskráningu er 4,279 það sem af er ári, eða 52% af heildarsölunni. Í september sl. voru nýskráðir 26 bílaleigubílar eða 4,7% af heildarnýskráningum mánaðarins. Aukning hefur verið í nýskráningum fólksbíla til einstaklinga og fyrirtækja allt árið en þegar komið er frammá þennan árstíma er búið að afgreiða stærsta hluta af þeim bílum sem fara til bílaleiga. Þrátt fyrir það er góður gangur í sölu nýrra bíla sem fara í auknum mæli til einstaklinga og fyrirtækja segir Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent
Sala á nýjum fólksbílum frá 1. til 30. september sl. jókst um 58% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 553 stk. í samanburði við 350 í sama mánuði í fyrra, eða aukning um 203 bíla. Samtals hafa verið skráðir 8169 fólksbílar á fyrstu 9 mánuðum ársins og er það 30,7% aukning frá fyrra ári. Fjöldi bílaleigubíla af heildarnýskráningu er 4,279 það sem af er ári, eða 52% af heildarsölunni. Í september sl. voru nýskráðir 26 bílaleigubílar eða 4,7% af heildarnýskráningum mánaðarins. Aukning hefur verið í nýskráningum fólksbíla til einstaklinga og fyrirtækja allt árið en þegar komið er frammá þennan árstíma er búið að afgreiða stærsta hluta af þeim bílum sem fara til bílaleiga. Þrátt fyrir það er góður gangur í sölu nýrra bíla sem fara í auknum mæli til einstaklinga og fyrirtækja segir Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins.
Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent