Queens of the Stone Age enn á toppi Pepsi Max listans Orri Freyr Rúnarsson skrifar 16. október 2014 16:21 Eins og alltaf á miðvikudögum var nýr Pepsi Max listi kynntur á X977 í gær og þriðju vikuna í röð er það hljómsveitin Queens of the Stone Age sem situr í efsta sætið með lagið Smooth Sailing sem er tekið af breiðskífunni Like Clockwork... en lagið Smooth Sailing er jafnframt fimmta smáskífulög plötunnar og það fjórða sem nær efsta sæti á Pepsi Max listanum. Í öðru sæti er hljómsveitin Sólstafir með lagið Ótta sem er titillag nýjustu breiðskífu þeirra, en platan hefur nánast allstaðar fengið fullt hús í dómum. Í þriðja sæti situr hljómsveitin Royal Blood með lagið Figure It Out, en þar er á ferð fyrrum topplag listans. Nokkur ný lög eru á listanum og hæst þeirra er lagið Knee Socks með Arctic Monkeys og heldur sigurför plötunnar AM því áfram en lagið Knee Socks er sjöunda lagið af plötunni sem kemst inn á Topp 5 á Pepsi Max listanum, ótrúlegur árangur hjá Arctic Monkeys. Í sjöunda sæti er svo hljómsveitin Skálmöld með lagi sitt Að hausti sem er það fyrsta sem þeir gefa út af plötunni Með vættum sem er væntanlega síðar í mánuðinum. Þá á hljómsveitin Himbrimi nýtt lag á listanum sem kallast Highways og situr það í sæti númer 17 og í 19. sæti er hljómsveitin Noise með lagið P.U.N.K sem er einnig nýtt á lista. En Pepsi Max listinn er ávallt valinn af hlustendum X977 og hægt er að taka þátt í valinu með því að skrá sig í Hlustendaráðið en það er gert hér. Einnig er hægt að skoða listann í heild sinni ásamt því að horfa á myndband við hvert lag hér. Harmageddon Mest lesið „Það er eins og enginn megi vita hverjir greiða veiðigjöld“ Harmageddon „Ég geri þá kröfu að þú hleypir mér héðan út!“ Harmageddon Margir miðlar staðfesta að skítugt fólk sé hættulegt Harmageddon „Þeir sleppa aðal sannleikanum“ Harmageddon Bangsahommahátíð í Reykjavík Harmageddon Oasis sú hljómsveit sem flestir vilja sjá á tónleikum Harmageddon Leoncie loksins komin heim Harmageddon Upptökur í búgarði gítarleikara Strokes Harmageddon Stiklað á stóru úr sögu Pixies Harmageddon Norður-Kórea sést varla frá alþjóðlegu geimstöðinni Harmageddon
Eins og alltaf á miðvikudögum var nýr Pepsi Max listi kynntur á X977 í gær og þriðju vikuna í röð er það hljómsveitin Queens of the Stone Age sem situr í efsta sætið með lagið Smooth Sailing sem er tekið af breiðskífunni Like Clockwork... en lagið Smooth Sailing er jafnframt fimmta smáskífulög plötunnar og það fjórða sem nær efsta sæti á Pepsi Max listanum. Í öðru sæti er hljómsveitin Sólstafir með lagið Ótta sem er titillag nýjustu breiðskífu þeirra, en platan hefur nánast allstaðar fengið fullt hús í dómum. Í þriðja sæti situr hljómsveitin Royal Blood með lagið Figure It Out, en þar er á ferð fyrrum topplag listans. Nokkur ný lög eru á listanum og hæst þeirra er lagið Knee Socks með Arctic Monkeys og heldur sigurför plötunnar AM því áfram en lagið Knee Socks er sjöunda lagið af plötunni sem kemst inn á Topp 5 á Pepsi Max listanum, ótrúlegur árangur hjá Arctic Monkeys. Í sjöunda sæti er svo hljómsveitin Skálmöld með lagi sitt Að hausti sem er það fyrsta sem þeir gefa út af plötunni Með vættum sem er væntanlega síðar í mánuðinum. Þá á hljómsveitin Himbrimi nýtt lag á listanum sem kallast Highways og situr það í sæti númer 17 og í 19. sæti er hljómsveitin Noise með lagið P.U.N.K sem er einnig nýtt á lista. En Pepsi Max listinn er ávallt valinn af hlustendum X977 og hægt er að taka þátt í valinu með því að skrá sig í Hlustendaráðið en það er gert hér. Einnig er hægt að skoða listann í heild sinni ásamt því að horfa á myndband við hvert lag hér.
Harmageddon Mest lesið „Það er eins og enginn megi vita hverjir greiða veiðigjöld“ Harmageddon „Ég geri þá kröfu að þú hleypir mér héðan út!“ Harmageddon Margir miðlar staðfesta að skítugt fólk sé hættulegt Harmageddon „Þeir sleppa aðal sannleikanum“ Harmageddon Bangsahommahátíð í Reykjavík Harmageddon Oasis sú hljómsveit sem flestir vilja sjá á tónleikum Harmageddon Leoncie loksins komin heim Harmageddon Upptökur í búgarði gítarleikara Strokes Harmageddon Stiklað á stóru úr sögu Pixies Harmageddon Norður-Kórea sést varla frá alþjóðlegu geimstöðinni Harmageddon