Erlent

Obama vill auka viðbúnað gegn ebólu í Bandaríkjunum

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AP
Barack Obama forseti Bandaríkjanna vill bæta eftirlit vegna ebólu þar í landi. Hann varaði í dag við því að faraldurinn gæti dreifst á heimsvísu ef alþjóðasamfélagið bregðist ekki við faraldrinum í Vestur-Afríku.

AP fréttaveitan segir frá því að forsetinn hafi reynt í dag að draga úr áhyggjum Bandaríkjamanna yfir því að annar hjúkrunarfræðingur hafi smitast af ebólu. Sú ferðaðist í innanlandsflugi eftir að hún sýktist.

Obama sagðist hafa skipað sóttvarnastofnun Bandaríkjanna að auka viðbrögð sín við nýjum ebólutilfellum.

„Við viljum skapa teymi sem bregst hratt við, nokkurs konar víkingasveit, hjá CDC sem getur brugðist við eins fljótt og auðið er. Vonandi innan 24 klukkustunda.“

Hann ræddi við forsætisráðherra Bretlands, forseta Frakklands, kanslara Þýskalands og forsætisráðherra Ítalíu í dag. Þau ræddu um aukna fjármuni til Vestur-Afríku og leiðir til að berjast gegn ebólu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×