Erlent

Nærri því 4.500 látnir vegna ebólu

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AP
Alls hafa nú 4.447 látið lífið vegna ebóluveirunnar samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Bruce Aylward aðstoðarframkvæmdastjóri WHO segir að mögulega geti komið smituðum fjölgað um tíu þúsund næstu tvo mánuði. Þó segir hann að dregið hafi út útbreiðslu veirunnar á sumum svæðum Vestur-Afríku.

8,914 hafa smitast af ebólu í heildina og WHO segir í lok vikunnar muni þessi tala fara yfir níu þúsund.

Aylward sagði blaðamönnum í Genf í dag að WHO hefði áhyggjur af því að veiran væri enn að dreifast á milli fólks í höfuðborgum Líberíu, Gíneu og Síerra Leóne. Samkvæmt BBC sagði hann 70 prósent þeirra sem smitast af veirunni deyja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×