Dótadagur strákanna Finnur Thorlacius skrifar 14. október 2014 14:14 Breska bílablaðið EVO heldur á hverju ári svokallaðan VMAX200-dag á Bruntingthorp´s flugbrautinni í Bretlandi. Þar býðst eigendum öflugra ofurbíla að reyna bíla sína gegn öðrum slíkum. Í nýliðnum september var einmitt slíkur dagur og mættu ógrynni heppinna einstaklinga með ofurkerrur sínar og áttu þar frábæran dag við eyðingu gúmmís, framleiðslu gríðarlegs hávaða og bruna á ómældu magni eldsneytis. Allt til að fá hárin til að rísa á þeim sjálfum og áhorfendum. Sá bíll sem náði mestum hraða á flugbrautinni var breyttur Porsche 996 turbo með 4,1 lítra vél en hann náði 341 km hraða á tveggja mílna langri brautinni. Reyndar náði annar Porsche, þ.e. 997 bíll næst mesta hraðnum, 335 km/klst. Þá kom það nokkuð á óvart að Nissan Qashqai með GT-R drifrás slátraði Lamborghini Aventador í spyrnu og stóð á pari við Ferrari LaFerrari og Bugatti Veyron bíla. Fyrir áhugamenn um aflmikla bíla er myndskeiðið hér að ofan augnakonfekt. Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent
Breska bílablaðið EVO heldur á hverju ári svokallaðan VMAX200-dag á Bruntingthorp´s flugbrautinni í Bretlandi. Þar býðst eigendum öflugra ofurbíla að reyna bíla sína gegn öðrum slíkum. Í nýliðnum september var einmitt slíkur dagur og mættu ógrynni heppinna einstaklinga með ofurkerrur sínar og áttu þar frábæran dag við eyðingu gúmmís, framleiðslu gríðarlegs hávaða og bruna á ómældu magni eldsneytis. Allt til að fá hárin til að rísa á þeim sjálfum og áhorfendum. Sá bíll sem náði mestum hraða á flugbrautinni var breyttur Porsche 996 turbo með 4,1 lítra vél en hann náði 341 km hraða á tveggja mílna langri brautinni. Reyndar náði annar Porsche, þ.e. 997 bíll næst mesta hraðnum, 335 km/klst. Þá kom það nokkuð á óvart að Nissan Qashqai með GT-R drifrás slátraði Lamborghini Aventador í spyrnu og stóð á pari við Ferrari LaFerrari og Bugatti Veyron bíla. Fyrir áhugamenn um aflmikla bíla er myndskeiðið hér að ofan augnakonfekt.
Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent