Reiður rússneskur ökumaður Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2014 16:13 Svo virðist sem lögmál frumskógarins gildi að mestu í rússnesku umferðinni og hér sést enn eitt dæmi um það. Að sjálfsögðu náðist þetta atvik á eina af þeim fjölmörgu myndavélum sem rússneskir ökumenn hafa á mæliborðinu til að verjast einmitt svona ruddaskap. Eitthvað er ökumaður Nissan Juke bíls ósáttur við mótorhjólamann sem fyrir framan hann er. Mótorhjólamaðurinn bankar létt á húdd Nissan bílsins eftir ógnandi tilburði ökumannsins. Viðbrögð hans við því er hreinlega að aka hann niður og reyna svo að aka yfir hann. Á meðan kemur aðvífandi bíll að hlið fallandi mótorhjólamannsins sem rekst í hann og rífur af honum hluta af afturstuðaranum. Hann sleppur þó lifandi frá þessum hildarleik, en ekki er það ökumanni bílsins að þakka. Þrátt fyrir að á dagsetningunni sem sést í myndskeiðinu, með ártalinu 2008, er ljóst á þeim bílum sem þarna aka að þetta er miklu yngra og sennilega afar nýlegt. Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent
Svo virðist sem lögmál frumskógarins gildi að mestu í rússnesku umferðinni og hér sést enn eitt dæmi um það. Að sjálfsögðu náðist þetta atvik á eina af þeim fjölmörgu myndavélum sem rússneskir ökumenn hafa á mæliborðinu til að verjast einmitt svona ruddaskap. Eitthvað er ökumaður Nissan Juke bíls ósáttur við mótorhjólamann sem fyrir framan hann er. Mótorhjólamaðurinn bankar létt á húdd Nissan bílsins eftir ógnandi tilburði ökumannsins. Viðbrögð hans við því er hreinlega að aka hann niður og reyna svo að aka yfir hann. Á meðan kemur aðvífandi bíll að hlið fallandi mótorhjólamannsins sem rekst í hann og rífur af honum hluta af afturstuðaranum. Hann sleppur þó lifandi frá þessum hildarleik, en ekki er það ökumanni bílsins að þakka. Þrátt fyrir að á dagsetningunni sem sést í myndskeiðinu, með ártalinu 2008, er ljóst á þeim bílum sem þarna aka að þetta er miklu yngra og sennilega afar nýlegt.
Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent