Ford ætlar að selja 9,4 milljónir bíla árið 2020 Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2014 09:52 Ford F-150 mun eiga stóran hluta af sölu Ford bíla. Markmið Ford um sölu bíla á næstu árum er metnaðarfull, en Ford ætlar að auka sölu sína um 52% til ársins 2020. Ef það gengur eftir mun Ford selja 9,4 milljónir bíla árið 2020. Mest aukningin á að koma frá Kína og öðrum löndum Asíu. Ford áætlar að selja 3,5 milljónir bíla í Bandaríkjunum árið 2020, en salan í fyrra var 2,9 milljónir bíla. Yrði það aukning um 21%. Hagnaður af rekstri Ford í Bandaríkjunum verður minni í ár en til stóð. Tíðar afturkallanir bíla Ford hefur, líkt og öðrum bílaframleiðendum, reynst afar dýr.Áfram tap í Evrópu Tap verður á rekstri Ford í Evrópu í ár líkt og undanfarin ár og einnig er spáð tapi á næsta ári þó það eigi að minnka. Sama á við rekstur Ford í S-Ameríku og er tapið þar 9 sinnum meira en spáð var í upphafi árs. Þá er einnig tap á sölu í Rússlandi, en fáum bílaframleiðendum tekst að kreista fram hagnað þar í ár. Góð sala bíla í Kína og öðrum Asíulöndum og mikil framlegð af sölu þar, að viðbættum þokkalegum hagnaði í Bandaríkjunum gera það þó að verkum að hagnaður verður af rekstri Ford á árinu. Búist er við því að hann nemi um 6 milljörðum bandaríkjadala, eða um 720 milljarðar króna.Meira ál og fleiri Lincoln bílar Á næsta ári spáir Ford 8,5-9,5 milljarða dala hagnaði. Ford ætlar að auka mjög notkun áls í smíði bíla sinna, en ný kynslóð Ford F-150 pallbílsins er nú framleiddur að mestu úr áli. Það sama verður gert með Super Duty pallbíla Ford sem eru stærri en F-150. Ford ætlar einnig að fjölga bílgerðum Lincoln um að minnsta kosti tvo bíla og fylgja eftir góðri sölu Lincoln í Kína. Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent
Markmið Ford um sölu bíla á næstu árum er metnaðarfull, en Ford ætlar að auka sölu sína um 52% til ársins 2020. Ef það gengur eftir mun Ford selja 9,4 milljónir bíla árið 2020. Mest aukningin á að koma frá Kína og öðrum löndum Asíu. Ford áætlar að selja 3,5 milljónir bíla í Bandaríkjunum árið 2020, en salan í fyrra var 2,9 milljónir bíla. Yrði það aukning um 21%. Hagnaður af rekstri Ford í Bandaríkjunum verður minni í ár en til stóð. Tíðar afturkallanir bíla Ford hefur, líkt og öðrum bílaframleiðendum, reynst afar dýr.Áfram tap í Evrópu Tap verður á rekstri Ford í Evrópu í ár líkt og undanfarin ár og einnig er spáð tapi á næsta ári þó það eigi að minnka. Sama á við rekstur Ford í S-Ameríku og er tapið þar 9 sinnum meira en spáð var í upphafi árs. Þá er einnig tap á sölu í Rússlandi, en fáum bílaframleiðendum tekst að kreista fram hagnað þar í ár. Góð sala bíla í Kína og öðrum Asíulöndum og mikil framlegð af sölu þar, að viðbættum þokkalegum hagnaði í Bandaríkjunum gera það þó að verkum að hagnaður verður af rekstri Ford á árinu. Búist er við því að hann nemi um 6 milljörðum bandaríkjadala, eða um 720 milljarðar króna.Meira ál og fleiri Lincoln bílar Á næsta ári spáir Ford 8,5-9,5 milljarða dala hagnaði. Ford ætlar að auka mjög notkun áls í smíði bíla sinna, en ný kynslóð Ford F-150 pallbílsins er nú framleiddur að mestu úr áli. Það sama verður gert með Super Duty pallbíla Ford sem eru stærri en F-150. Ford ætlar einnig að fjölga bílgerðum Lincoln um að minnsta kosti tvo bíla og fylgja eftir góðri sölu Lincoln í Kína.
Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent