Rolls Royce fjórfaldast á 10 árum Finnur Thorlacius skrifar 10. október 2014 11:45 Rolls Royce bílar. Fyrir um 10 árum síðan framleiddi breski bílaframleiðandinn Rolls Royce aðeins um 1.000 bíla á ári, en á næsta ári er gert ráð fyrir ríflega 4.000 bíla sölu. Í ár stefnir í 3.500 bíla sölu en með tilkomu nýrrar gerðar, Rolls Royce Wraith verður fjögur þúsund bíla markinu vafalaust náð á næsta ári. Í heimi bílaframleiðenda eru það ekki margir bílar sem Rolls Royce framleiðir og meira að segja bliknar framleiðsla Rolls Royce við hlið aðalkeppinautarins Bentley sem selur um 10.000 bíla á ári. Bílar fyrirtækjanna eru þó það dýrir að velta þeirra beggja er umtalsverð og hagnaðurinn ágætur. Hagnaður af rekstri Rolls Royce er það mikill að fyrirtækið þarf ekki lengur að seilast í vasa eigandi síns, BMW, til að fjármagna þróun á nýjum bílgerðum. Rolls Royce selur nú bílgerðirnar Phantom, Phantom Coupe, Ghost og Wraith og til stendur að bæta stórum lúxusjeppa í flóruna og stendur þróun þess bíls nú yfir. Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent
Fyrir um 10 árum síðan framleiddi breski bílaframleiðandinn Rolls Royce aðeins um 1.000 bíla á ári, en á næsta ári er gert ráð fyrir ríflega 4.000 bíla sölu. Í ár stefnir í 3.500 bíla sölu en með tilkomu nýrrar gerðar, Rolls Royce Wraith verður fjögur þúsund bíla markinu vafalaust náð á næsta ári. Í heimi bílaframleiðenda eru það ekki margir bílar sem Rolls Royce framleiðir og meira að segja bliknar framleiðsla Rolls Royce við hlið aðalkeppinautarins Bentley sem selur um 10.000 bíla á ári. Bílar fyrirtækjanna eru þó það dýrir að velta þeirra beggja er umtalsverð og hagnaðurinn ágætur. Hagnaður af rekstri Rolls Royce er það mikill að fyrirtækið þarf ekki lengur að seilast í vasa eigandi síns, BMW, til að fjármagna þróun á nýjum bílgerðum. Rolls Royce selur nú bílgerðirnar Phantom, Phantom Coupe, Ghost og Wraith og til stendur að bæta stórum lúxusjeppa í flóruna og stendur þróun þess bíls nú yfir.
Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent