Audi í Formúlu 1? Finnur Thorlacius skrifar 27. október 2014 09:44 Audi keppnisbílar af ýmsu tagi. Margir hafa velt fyrir sér af hverju Audi og Porsche eru með sitthvort liðið í Le Mans þolaksturskeppninni, en hvorugt í Formúlu 1. Bæði fyrirtækin eru í eigu Volkswagen bílasamstæðunnar og nú virðist einhver gerjun eiga sér stað varðandi þátttöku Volkswagen merkjanna í akstursíþróttum. Líklegast er að Audi muni tefla fram liði í Formúlu 1 og vinnur nú að þróun 6 strokka vélar fyrir slíkan keppnisbíl, en hann yrði búinn tvinnaflrás. Þátttaka Audi yrði í samstarfi við Red Bull og mestar líkur eru á að Audi taki sæti Renault liðsins, sem einnig er í samstarfi við Red Bull, eða taki alveg yfir lið Toro Rosso. Audi hefur ekki verið í Formúlu 1 frá því fyrir stríð, en endurkoma þar yrði mörgum gleðiefni. Audi hefur unnið 13 af síðustu 15 ár í Le Mans þolaksturkeppninni, hefur ekkert lengur að sanna þar og myndi draga sig úr keppni á þeim vettvangi ef þátttaka verður að veruleika í Formúlu 1. Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent
Margir hafa velt fyrir sér af hverju Audi og Porsche eru með sitthvort liðið í Le Mans þolaksturskeppninni, en hvorugt í Formúlu 1. Bæði fyrirtækin eru í eigu Volkswagen bílasamstæðunnar og nú virðist einhver gerjun eiga sér stað varðandi þátttöku Volkswagen merkjanna í akstursíþróttum. Líklegast er að Audi muni tefla fram liði í Formúlu 1 og vinnur nú að þróun 6 strokka vélar fyrir slíkan keppnisbíl, en hann yrði búinn tvinnaflrás. Þátttaka Audi yrði í samstarfi við Red Bull og mestar líkur eru á að Audi taki sæti Renault liðsins, sem einnig er í samstarfi við Red Bull, eða taki alveg yfir lið Toro Rosso. Audi hefur ekki verið í Formúlu 1 frá því fyrir stríð, en endurkoma þar yrði mörgum gleðiefni. Audi hefur unnið 13 af síðustu 15 ár í Le Mans þolaksturkeppninni, hefur ekkert lengur að sanna þar og myndi draga sig úr keppni á þeim vettvangi ef þátttaka verður að veruleika í Formúlu 1.
Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent