Bandarísku hjúkrunarfræðingarnir sem smituðist af ebólu á sjúkrahúsi í Dallas í byrjun mánaðar eru nú báðar lausar við veiruna.
Nina Pham var útskrifuð af sjúkrahúsi fyrr í dag og er reiknað með að Amber Vinson verði einnig útskrifuð síðar í dag. Hinni 26 ára gömlu Pham sagðist hlakka til að hitta hundinn sinn á nýjan leik þegar hún ræddi við fjölmiðla. Pham fundaði með Barack Obama Bandaríkjaforseta fyrr í dag.
Pham og Vinson smituðust af ebólu þegar þær hlúðu að Líberíumanninum Thomas Eric Duncan sem lést á sjúkrahúsi í Dallas þann 8. október.
Í gær bárust fréttir af því að bandarískur læknir, Craig Spencer, hafi greinst með ebólu í New York eftir að hafa komið heim frá Gíneu þar sem hann hafði hlúið að ebólusmituðum.
Í frétt BBC kemur fram að heilbrigðisyfirvöld leiti nú fólks sem komust í snertingu við Spencer, en þremur er nú haldið í einangrun.
Rúmlega 4.800 manns hafa látist úr ebólu síðan í mars, flestir í Líberíu, Gíneu og Síerra Leóne.
Erlent