Kia Soul EV rafmagnsbíllinn á leiðinni Finnur Thorlacius skrifar 24. október 2014 16:15 Kia Soul í hleðslu. Kia Soul EV rafmagnsbíllinn verður kynntur hjá Bílaumboðinu Öskju í nóvember. Þetta er fyrsti fyrsti rafbíllinn sem Kia framleiðir á alþjóðlegan markað. Við þróun og smíði bílsins hefur Kia notið reynslu sinnar af þróun og smíði Ray EV rafbílsins sem verið hefur á heimamarkaði bílaframleiðandans í Suður-Kóreu. Kia Soul EV er byggður á nýjustu kynslóð Kia Soul sem er með bensín- og dísilvél, báðum 1,6 lítra. Rafmagnsbíllinn er knúinn 81,4 kílóvatta rafmótor sem skilar 285 NM togi til hjólanna. Bíllinn er innan við 12 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið en hámarkshraði hans verður um 145 km/klst. Í bílnum verður búnaður er endurnýtir hemlunarorku og skriðorku og skilar henni til rafgeymanna. Bíllinn hefur 212 km drægni við bestu hugsanlegar aðstæður. Hlaða má bílinn með heimahleðslustöð og tekur þá allt að fimm stundir að fylla tóma geyma. Með kapli sem fylgir bílnum og tengist í venjulega innstungu tekur allt að 14 klst að fullhlaða. Með 100 kílóvatta hraðhleðslustaur tekur það verk þó aðeins 25 mínútur. Kia Soul EV er eins og allir nýir Kia bílar með 7 ára ábyrgð, líka á rafhlöðu. Bíllinn verður afar vel búinn m.a. með íslensku leiðsögukerfi, bakkmyndavél, nálægðaskynjurum að framan og aftan, leðursætum, hita í sætum frammí og afturí. Kia Soul EV verður einnig vel búinn öryggisbúnaði og m.a. með svonefndum VESS-búnaði er sendir frá sér vélarhljóð til viðvörunar á undir 20 km/klst ferð og ávallt þegar bakkað er. Þessi búnaður er m.a. til að auka öryggi gangandi vegfarenda. Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent
Kia Soul EV rafmagnsbíllinn verður kynntur hjá Bílaumboðinu Öskju í nóvember. Þetta er fyrsti fyrsti rafbíllinn sem Kia framleiðir á alþjóðlegan markað. Við þróun og smíði bílsins hefur Kia notið reynslu sinnar af þróun og smíði Ray EV rafbílsins sem verið hefur á heimamarkaði bílaframleiðandans í Suður-Kóreu. Kia Soul EV er byggður á nýjustu kynslóð Kia Soul sem er með bensín- og dísilvél, báðum 1,6 lítra. Rafmagnsbíllinn er knúinn 81,4 kílóvatta rafmótor sem skilar 285 NM togi til hjólanna. Bíllinn er innan við 12 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið en hámarkshraði hans verður um 145 km/klst. Í bílnum verður búnaður er endurnýtir hemlunarorku og skriðorku og skilar henni til rafgeymanna. Bíllinn hefur 212 km drægni við bestu hugsanlegar aðstæður. Hlaða má bílinn með heimahleðslustöð og tekur þá allt að fimm stundir að fylla tóma geyma. Með kapli sem fylgir bílnum og tengist í venjulega innstungu tekur allt að 14 klst að fullhlaða. Með 100 kílóvatta hraðhleðslustaur tekur það verk þó aðeins 25 mínútur. Kia Soul EV er eins og allir nýir Kia bílar með 7 ára ábyrgð, líka á rafhlöðu. Bíllinn verður afar vel búinn m.a. með íslensku leiðsögukerfi, bakkmyndavél, nálægðaskynjurum að framan og aftan, leðursætum, hita í sætum frammí og afturí. Kia Soul EV verður einnig vel búinn öryggisbúnaði og m.a. með svonefndum VESS-búnaði er sendir frá sér vélarhljóð til viðvörunar á undir 20 km/klst ferð og ávallt þegar bakkað er. Þessi búnaður er m.a. til að auka öryggi gangandi vegfarenda.
Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent