Trion Nemesis er 2.000 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 24. október 2014 09:16 Ógnvænlegur Nemesis með 2.000 hestafla vél. Lítt þekktur bílaframleiðandi, Trion Supercars, ætlar að setja þennan Trion Nemesis ofurbíl á markað í byrjun árs 2016 og hyggst smíða 50 eintök af honum. Hann verður ekki ódýr bíll og mun kosta 1 milljón dollara, eða um 120 milljónir króna. Trion Nemesis er enginn venjulegur bíll heldur með 2.000 hestafla V8 vél með 9,0 lítra sprengirými og tvær forþjöppur. Allt þetta afl sendir vélin til allra hjóla bílsins gegnum 8 gíra sjálfskiptingu. Nemesis er 2,8 sekúndur að ná 100 kílómetra hraða og hámarkshraði bílsins er 435 km/klst. Trion Supercars lætur byggja þessa Nemesis bíla hjá N2A Motors í Kaliforníu, en N2A er sérhæft fyrirtæki í yfirbyggingum bíla. Trion Nemisis á að etja kappi við ofurbíla eins og Bugatti Veyron og Koenigsegg Agera, en kosta minna. Bæði yfirbygging og undirvagn Nemesis er úr koltrefjum og hann verðu með stillanlegri fjöðrun og veghæð. Ólíkt mörgum öðrum ofurbíl, er Nemesis með nægilega stórt skott til að rúma vænt golfsett. Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent
Lítt þekktur bílaframleiðandi, Trion Supercars, ætlar að setja þennan Trion Nemesis ofurbíl á markað í byrjun árs 2016 og hyggst smíða 50 eintök af honum. Hann verður ekki ódýr bíll og mun kosta 1 milljón dollara, eða um 120 milljónir króna. Trion Nemesis er enginn venjulegur bíll heldur með 2.000 hestafla V8 vél með 9,0 lítra sprengirými og tvær forþjöppur. Allt þetta afl sendir vélin til allra hjóla bílsins gegnum 8 gíra sjálfskiptingu. Nemesis er 2,8 sekúndur að ná 100 kílómetra hraða og hámarkshraði bílsins er 435 km/klst. Trion Supercars lætur byggja þessa Nemesis bíla hjá N2A Motors í Kaliforníu, en N2A er sérhæft fyrirtæki í yfirbyggingum bíla. Trion Nemisis á að etja kappi við ofurbíla eins og Bugatti Veyron og Koenigsegg Agera, en kosta minna. Bæði yfirbygging og undirvagn Nemesis er úr koltrefjum og hann verðu með stillanlegri fjöðrun og veghæð. Ólíkt mörgum öðrum ofurbíl, er Nemesis með nægilega stórt skott til að rúma vænt golfsett.
Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent