Erlent

Grunur um ebólusmit í New York

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/ap/getty
Starfsfólk á spítala í New York rannsakar nú hvort læknir í borginni sé smitaður af Ebólu.

Þetta kemur fram í frétt hjá Sky News.

Fram kemur í tilkynningu frá bandarískum heilbrigðisvöldum að læknirinn hafi sýnt einkenni ebólu eftir dvöl sína í Vestur-Afríku. Maðurinn, sem er 33 ára, var að störfum í Gíneu fyrir Samtökin Læknar án landamæra.

Bandarísk yfirvöld hafa tekið upp nýjar reglur sem kveða á um að farþegar frá verst hrjáðu ríkjunum verði að koma inn í landið á einum af fimm flugvöllum.



Sérstöku útgöngubanni hefur verið komið á í bæ í Síerra Leóne eftir að tveir voru skotnir til bana í mótmælum í fyrradag.

Rúmlega 4.500 manns hafa látið lífið úr ebólu síðustu mánuði, flestir í Gíneu, Líberíu og Síerra Leóne.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×