Sneggsta Toyota Supran Finnur Thorlacius skrifar 23. október 2014 16:30 Fullyrt er að hér sjáist sneggsti Toyota Supra bíll heims og miðað við tímann sem það tekur hana að fara kvartmíluna, 6,05 sekúndur, er tæplega vafi að svo sé. Hér sprettur hún úr spori á kvartmílubraut í Arabaríkinu Bahrain með bandaríska ökumanninn Gary White undir stýri. Ekki kemur fram hve öflug Supran er en vél bílsins er af 2JZ-gerð með 98 mm Precision forþjöppu og vaflaust eru hestöflin langt yfir 1.000 hestafla markinu. Til stendur að gera þennan bíl aflmeiri og ná honum undir 6 sekúndna markið. Magnað er að sjá upptakið á þessari spíttkerru og endahraði bílsins var 388 km/klst, sem er hreint með ólíkindum enda prjónar hann vígalega í upptakinu. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent
Fullyrt er að hér sjáist sneggsti Toyota Supra bíll heims og miðað við tímann sem það tekur hana að fara kvartmíluna, 6,05 sekúndur, er tæplega vafi að svo sé. Hér sprettur hún úr spori á kvartmílubraut í Arabaríkinu Bahrain með bandaríska ökumanninn Gary White undir stýri. Ekki kemur fram hve öflug Supran er en vél bílsins er af 2JZ-gerð með 98 mm Precision forþjöppu og vaflaust eru hestöflin langt yfir 1.000 hestafla markinu. Til stendur að gera þennan bíl aflmeiri og ná honum undir 6 sekúndna markið. Magnað er að sjá upptakið á þessari spíttkerru og endahraði bílsins var 388 km/klst, sem er hreint með ólíkindum enda prjónar hann vígalega í upptakinu.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent