Toyota greiðir konu 1.500 milljónir vegna ófullnægjandi öryggisbeltis Finnur Thorlacius skrifar 23. október 2014 10:00 Toyota 4Runner. Í þessari viku var kveðinn upp sá dómur í Kaliforníu að Toyota skuli gert að greiða 22 ára konu 1.500 milljónir króna í skaðabætur vegna ófullnægjandi öryggisbeltis í bíl sem hún var farþegi í. Konan er nú lömuð fyrir neðan mitti, en hún var farþegi í bílnum sem lenti á tré á um 50 kílómetra ferð. Það athygliverða við þenna dóm er að konan valdi það sjálfviljug að setjast uppí bíl hjá drukknum ökumanni, en hún var 17 ára þegar slysið varð árið 2010. Í bílnum var öryggisbelti í aftursætinu sem aðeins strengist yfir mitti farþega og þegar bíllinn endaði á tré kastaðist efri hluti líkama konunnar fram með þeim afleiðingum að hún hlaut mænuskaða og lamaðist. Dómarinn í málinu taldi að þessháttar öryggisbelti væri ófullnægjandi og beltið ætti að ná yfir axlir farþega eins og flest öryggisbelti bíla eru. Bílgerðin var Toyota 4Runner af árgerð 1996. Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent
Í þessari viku var kveðinn upp sá dómur í Kaliforníu að Toyota skuli gert að greiða 22 ára konu 1.500 milljónir króna í skaðabætur vegna ófullnægjandi öryggisbeltis í bíl sem hún var farþegi í. Konan er nú lömuð fyrir neðan mitti, en hún var farþegi í bílnum sem lenti á tré á um 50 kílómetra ferð. Það athygliverða við þenna dóm er að konan valdi það sjálfviljug að setjast uppí bíl hjá drukknum ökumanni, en hún var 17 ára þegar slysið varð árið 2010. Í bílnum var öryggisbelti í aftursætinu sem aðeins strengist yfir mitti farþega og þegar bíllinn endaði á tré kastaðist efri hluti líkama konunnar fram með þeim afleiðingum að hún hlaut mænuskaða og lamaðist. Dómarinn í málinu taldi að þessháttar öryggisbelti væri ófullnægjandi og beltið ætti að ná yfir axlir farþega eins og flest öryggisbelti bíla eru. Bílgerðin var Toyota 4Runner af árgerð 1996.
Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent