Norski læknirinn vill aftur til Vestur-Afríku Atli Ísleifsson skrifar 20. október 2014 16:33 Silje Lehne Michalsen ræddi við fjölmiðla síðdegis í dag. Mynd/Skjáskot, NRK „Fyrsta heimsókn mín varð ekki eins og ég hafði hugsað mér, en ég vona að ég geti brátt haldið af stað á ný,“ sagði Silje Lehne Michalsen, norski læknirinn sem smitaðist af ebólu í Síerra Leóne í byrjun mánaðarins. Michalsen virtist glöð í bragði og mikið létt þegar hún hitti fjölmiðlafólk á fréttamannafundi á Ullevål-sjúkrahúsinu í Ósló nú síðdegis. Hin þrítuga Michalsen var flutt til Noregs þann 7. október eftir að hún greindist með ebólu, en fyrr í dag var greint frá því að hún væri laus við veiruna. „Ég er svo ánægð með að flutningurinn gekk svo hratt og vandræðalaust fyrir sig. Ég er ótrúlega þakklát fyrir þá meðhöndlun sem ég fékk á Ullevål. Í dag er ég frísk og ég er lánsöm.“ Michalsen sagðist nú líða líkt og hún hafi aldrei fengið ebóluveiruna. „Þeir sem hafa verið og eru nú smitaðir í Afríku líður hins vegar á allt annan hátt.“ Michalsen starfaði fyrir Lækna án landamæra í bænum Bo í Síerra Leóne þar sem hún smitaðist ásamt þremur öðrum á móttökunni. Þrátt fyrir að hún hafi sjálf smitast af veirunni mannskæðu segist hún vilja halda aftur til starfa í Vestur-Afríku til að aðstoða við baráttuna gegn ebólufaraldrinum. Hún sagðist óánægð með að sviðsljós fjölmiðla hafi beinst að henni, en ekki raunverulegu vandamálinu. Hvatti hún fjölmiðla til að beina sjónum sínum að Vestur-Afríku og útbreiðslu veirunnar þar. „Ég óska þess að við hefðum gert meira fyrir nokkrum mánuðum síðan,“ sagði Michalsen og bætti við að mögulegt hefði verið að bjarga fjölda mannslífa ef menn hefðu brugðist við fyrr.Í frétt norska ríkisútvarpsins kemur fram að hún hafi þakkað fjölskyldu sinni, vinum, starfsfólki sjúkrahússins og fjölmiðlum fyrir veitta aðstoð og samstarf. Norskir læknar staðfesta að þeir hafi í meðferðinni notast við tilraunalyf, en geta þó ekki staðfest hvaða lyf um ræðir eða í hvaða magni. Ebóla Tengdar fréttir Norski ebólusjúklingurinn laus úr einangrun Norsku konunni sem smitaðist af ebólu í Síerra Leóne er ekki lengur haldið í einangrun á Ullevål sjúkrahúsinu í Ósló. 20. október 2014 13:06 Norskur læknir með ebólu Norskur læknir sem starfað hefur með Læknum án landamæra í Síerra Leóne hefur smitast af ebólu og verður flutt heim til Noregs til meðferðar 6. október 2014 16:25 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
„Fyrsta heimsókn mín varð ekki eins og ég hafði hugsað mér, en ég vona að ég geti brátt haldið af stað á ný,“ sagði Silje Lehne Michalsen, norski læknirinn sem smitaðist af ebólu í Síerra Leóne í byrjun mánaðarins. Michalsen virtist glöð í bragði og mikið létt þegar hún hitti fjölmiðlafólk á fréttamannafundi á Ullevål-sjúkrahúsinu í Ósló nú síðdegis. Hin þrítuga Michalsen var flutt til Noregs þann 7. október eftir að hún greindist með ebólu, en fyrr í dag var greint frá því að hún væri laus við veiruna. „Ég er svo ánægð með að flutningurinn gekk svo hratt og vandræðalaust fyrir sig. Ég er ótrúlega þakklát fyrir þá meðhöndlun sem ég fékk á Ullevål. Í dag er ég frísk og ég er lánsöm.“ Michalsen sagðist nú líða líkt og hún hafi aldrei fengið ebóluveiruna. „Þeir sem hafa verið og eru nú smitaðir í Afríku líður hins vegar á allt annan hátt.“ Michalsen starfaði fyrir Lækna án landamæra í bænum Bo í Síerra Leóne þar sem hún smitaðist ásamt þremur öðrum á móttökunni. Þrátt fyrir að hún hafi sjálf smitast af veirunni mannskæðu segist hún vilja halda aftur til starfa í Vestur-Afríku til að aðstoða við baráttuna gegn ebólufaraldrinum. Hún sagðist óánægð með að sviðsljós fjölmiðla hafi beinst að henni, en ekki raunverulegu vandamálinu. Hvatti hún fjölmiðla til að beina sjónum sínum að Vestur-Afríku og útbreiðslu veirunnar þar. „Ég óska þess að við hefðum gert meira fyrir nokkrum mánuðum síðan,“ sagði Michalsen og bætti við að mögulegt hefði verið að bjarga fjölda mannslífa ef menn hefðu brugðist við fyrr.Í frétt norska ríkisútvarpsins kemur fram að hún hafi þakkað fjölskyldu sinni, vinum, starfsfólki sjúkrahússins og fjölmiðlum fyrir veitta aðstoð og samstarf. Norskir læknar staðfesta að þeir hafi í meðferðinni notast við tilraunalyf, en geta þó ekki staðfest hvaða lyf um ræðir eða í hvaða magni.
Ebóla Tengdar fréttir Norski ebólusjúklingurinn laus úr einangrun Norsku konunni sem smitaðist af ebólu í Síerra Leóne er ekki lengur haldið í einangrun á Ullevål sjúkrahúsinu í Ósló. 20. október 2014 13:06 Norskur læknir með ebólu Norskur læknir sem starfað hefur með Læknum án landamæra í Síerra Leóne hefur smitast af ebólu og verður flutt heim til Noregs til meðferðar 6. október 2014 16:25 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Norski ebólusjúklingurinn laus úr einangrun Norsku konunni sem smitaðist af ebólu í Síerra Leóne er ekki lengur haldið í einangrun á Ullevål sjúkrahúsinu í Ósló. 20. október 2014 13:06
Norskur læknir með ebólu Norskur læknir sem starfað hefur með Læknum án landamæra í Síerra Leóne hefur smitast af ebólu og verður flutt heim til Noregs til meðferðar 6. október 2014 16:25