Land Rover Discovery Sport af færiböndunum Finnur Thorlacius skrifar 20. október 2014 15:40 Land Rover Discovery Sport er 7 manna lúxussportjeppi. Land Rover kynnti nýjan Discovery Sport á bílasýningunni í París fyrir stuttu. Framleiðsla bílsins er nú hafin og hefur fyrsta eintakið rúllað af færiböndunum í Bretlandi. Hann leysir af hólmi Land Rover Freelander bílinn sem seldist ágætlega hér á landi sem erlendis. Land Rover lagði í 30 milljarða króna fjárfestingu í Halewood verksmiðjunum vegna framleiðslu þessa bíls, en þar er einnig smíðaður Range Rover Evoque sportjeppinn, en þessi bílar eru ámóta af stærð. Land Rover Discovery Sport er 7 manna bíll og Land Rover segir að þar fari fjölhæfasti sportjeppinn á markaðnum í dag í lúxusbílaflokki. Fyrsta eintakið af þessum nýja bíl verður afhent Virgin Galactic sem stendur að flugferðum fyrir almenning út í geiminn. Land Rover Discovery Sport verður einnig kynntur vestanhafs á bílasýningunni í Los Angeles sem hefst í næsta mánuði en sala hans hefst fljótlega þar sem og í Evrópu. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent
Land Rover kynnti nýjan Discovery Sport á bílasýningunni í París fyrir stuttu. Framleiðsla bílsins er nú hafin og hefur fyrsta eintakið rúllað af færiböndunum í Bretlandi. Hann leysir af hólmi Land Rover Freelander bílinn sem seldist ágætlega hér á landi sem erlendis. Land Rover lagði í 30 milljarða króna fjárfestingu í Halewood verksmiðjunum vegna framleiðslu þessa bíls, en þar er einnig smíðaður Range Rover Evoque sportjeppinn, en þessi bílar eru ámóta af stærð. Land Rover Discovery Sport er 7 manna bíll og Land Rover segir að þar fari fjölhæfasti sportjeppinn á markaðnum í dag í lúxusbílaflokki. Fyrsta eintakið af þessum nýja bíl verður afhent Virgin Galactic sem stendur að flugferðum fyrir almenning út í geiminn. Land Rover Discovery Sport verður einnig kynntur vestanhafs á bílasýningunni í Los Angeles sem hefst í næsta mánuði en sala hans hefst fljótlega þar sem og í Evrópu.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent