Erlent

Kanada lokar á ferðamenn frá Vestur-Afríku

Samúel Karl Ólason skrifar
Nærri því fimm þúsund hafa látið lífið vegna ebólu.
Nærri því fimm þúsund hafa látið lífið vegna ebólu. Vísir/AP
Yfirvöld í Kanada hafa tilkynnt að, eins og í Ástralíu, verði einstaklingum sem koma frá þeim löndum sem verst hafa orðið úti vegna ebólunnar, ekki hleypt inn í landið. Ebóla hefur ekki komið upp í landinu.

Ríkisborgurum Kanada og þar eru meðtaldir heilbrigðisstarfsmenn, verður gert kleyft að koma til landsins frá Vestur-Afríku. Um er að ræða Líberíu, Síerra Leóne og Gíneu.

Í tilkynningu frá heilbrigðisráðherra Kanada segir að þeirra helsta markmið sé að vernda íbúa Kanada. Yfirvöld í Ástralíu tilkynntu álíka aðgerðir á miðvikudaginn, en yfirmaður Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar sagði að slíkt bæri ekki árangur.

AP fréttaveitan hefur eftir Libby Davies, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Kanada að stjórnvöld hefðu meiri áhyggjur af áliti almennings en uppástungum sérfræðinga. Að bæði WHO og Alþjóðabankinn hafi gefið út að þetta væri ekki rétta leiðin.

Rúmlega 13.700 manns hafa nú smitast af veirunni og nærri því fimm þúsund hafa látið lífið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×