Krafa um sóttkví hefur áhrif á Lækna án landamæra Aðalsteinn Kjartansson skrifar 31. október 2014 07:00 Hræðsla hefur gripið um sig víða vegna ebóluveirunnar en hún hefur nær eingöngu greinst í nokkrum ríkjum í Vestur-Afríku. Vísir / AFP Samtökin Læknar án landamæra segir að ákvörðun nokkurra ríkja í Bandaríkjunum um að skylda heilbrigðisstarfsmenn sem starfað hafa í Vestur-Afríkuríkjum þar sem ebólufaraldur hefur geisað til að vera í sóttkví eftir komu sína aftur til landsins sé farin að hafa áhrif á starf þeirra. Fréttastofa Reuters greindi frá því á fimmtudag að stjórnendur Lækna án landamæra væru nú að skoða hvort hætta þurfi verkefnum sem samtökin hafa sinnt á svæðinu. Bandarískur læknir sem starfaði á vegum samtakanna var lagður inn á sjúkrahús í New York-borg í síðustu viku eftir að hafa greinst með ebólu. Í kjölfar þess ákváðu nokkur ríki að skylda heilbrigðisstarfsmenn sem unnið hafa með ebólusmituðum að fara í sóttkví. Framkvæmdastjóri samtakanna, Sophie Delaunay, segir í skriflegu svari til Reuters að dæmi séu um að læknar hafi frestað heimkomu sinni til Bandaríkjanna og ákveðið að dvelja þess í stað í Evrópu í 21 dag en það er hámarkstími sem liðið getur frá smiti þar til að einkenni koma fram. Þá segir hún læknar innan samtakanna hafi fundið þrýsting frá fjölskyldum sínum að fara ekki til Afríku til að aðstoða vegna ebólufaraldursins. Ákvörðun ríkjanna um að skylda heilbrigðisstarfsmenn til að fara í sóttkví hefur verið harðlega gagnrýnd og bent á að engin vísindaleg rök séu á bakvið hana. Bannið nær yfir alla heilbrigðisstarfsmenn sem sinnt hafa störfum í ríkjum þar sem barist er við að hefta útbreiðslu veirunnar, jafnvel þó að staðfest hafi verið að viðkomandi séu ekki smitaðir af veirunni. Aðeins er vitað um eitt dæmi um að bandarískur heilbrigðisstarfsmaður hafi verið settur í sóttkví eftir að reglurnar voru settar. Það er hjúkrunarkonan Kaci Hickox en staðfest hefur verið með rannsóknum að hún er ekki smituð af veirunni. Henni hefur engu að síður verið gert að vera 21 dag í sóttkví á heimili sínu. Hickox hefur virt þessa kröfu stjórnvalda að vettugi og fór hún í hjólatúr í gær, fimmtudag. Ebóla Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Samtökin Læknar án landamæra segir að ákvörðun nokkurra ríkja í Bandaríkjunum um að skylda heilbrigðisstarfsmenn sem starfað hafa í Vestur-Afríkuríkjum þar sem ebólufaraldur hefur geisað til að vera í sóttkví eftir komu sína aftur til landsins sé farin að hafa áhrif á starf þeirra. Fréttastofa Reuters greindi frá því á fimmtudag að stjórnendur Lækna án landamæra væru nú að skoða hvort hætta þurfi verkefnum sem samtökin hafa sinnt á svæðinu. Bandarískur læknir sem starfaði á vegum samtakanna var lagður inn á sjúkrahús í New York-borg í síðustu viku eftir að hafa greinst með ebólu. Í kjölfar þess ákváðu nokkur ríki að skylda heilbrigðisstarfsmenn sem unnið hafa með ebólusmituðum að fara í sóttkví. Framkvæmdastjóri samtakanna, Sophie Delaunay, segir í skriflegu svari til Reuters að dæmi séu um að læknar hafi frestað heimkomu sinni til Bandaríkjanna og ákveðið að dvelja þess í stað í Evrópu í 21 dag en það er hámarkstími sem liðið getur frá smiti þar til að einkenni koma fram. Þá segir hún læknar innan samtakanna hafi fundið þrýsting frá fjölskyldum sínum að fara ekki til Afríku til að aðstoða vegna ebólufaraldursins. Ákvörðun ríkjanna um að skylda heilbrigðisstarfsmenn til að fara í sóttkví hefur verið harðlega gagnrýnd og bent á að engin vísindaleg rök séu á bakvið hana. Bannið nær yfir alla heilbrigðisstarfsmenn sem sinnt hafa störfum í ríkjum þar sem barist er við að hefta útbreiðslu veirunnar, jafnvel þó að staðfest hafi verið að viðkomandi séu ekki smitaðir af veirunni. Aðeins er vitað um eitt dæmi um að bandarískur heilbrigðisstarfsmaður hafi verið settur í sóttkví eftir að reglurnar voru settar. Það er hjúkrunarkonan Kaci Hickox en staðfest hefur verið með rannsóknum að hún er ekki smituð af veirunni. Henni hefur engu að síður verið gert að vera 21 dag í sóttkví á heimili sínu. Hickox hefur virt þessa kröfu stjórnvalda að vettugi og fór hún í hjólatúr í gær, fimmtudag.
Ebóla Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira