Marussia rak alla starfsmennina Finnur Thorlacius skrifar 7. nóvember 2014 15:17 Marussia keppnisbíll. Litlu liðin í Formúlu 1 hafa ekki átt góða daga að undanförnu og virðast eiga erfitt um vik að fjármagna sig. Síðasta slæma fréttin frá þeirra herbúðum er að Marussia liðið er gjaldþrota og hefur þar af leiðandi sagt upp öllum 200 starfsmönnum sínum. Á síðustu vikum hefur liðið leitað fjármagns til áframhaldandi keppni í Formúlu 1, en ekki haft erindi sem erfiði. Marussia hefur ekki geta greitt starfsfólki sínu undafarið og liðið hefur heldur ekki staðið í skilum með aðrar skuldir. Marussia liðið skráði sig nýverið í keppni fyrir næsta tímabil í Formúlu 1 í þeirri von að fjármagn fyndist en sú hefur ekki orðið raunin. Því er nú orðið ljóst að áhorfendur munu ekki horfa á Marussia liðið í keppnisröðinni á næsta ári. Grátlegt er þetta í því ljósi að Marussia liðið skoraði sitt fyrsta stig í Formúlunni á yfirstandandi keppnistímabili, svo það er fyrir vikið enn sárara að þurfa að pakka saman nú. Það ríkir einnig óvissa með Caterham liðið, sem einnig er eitt af litlu liðunum í Formúlunni, en vonandi fer ekki eins fyrir því liði. Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent
Litlu liðin í Formúlu 1 hafa ekki átt góða daga að undanförnu og virðast eiga erfitt um vik að fjármagna sig. Síðasta slæma fréttin frá þeirra herbúðum er að Marussia liðið er gjaldþrota og hefur þar af leiðandi sagt upp öllum 200 starfsmönnum sínum. Á síðustu vikum hefur liðið leitað fjármagns til áframhaldandi keppni í Formúlu 1, en ekki haft erindi sem erfiði. Marussia hefur ekki geta greitt starfsfólki sínu undafarið og liðið hefur heldur ekki staðið í skilum með aðrar skuldir. Marussia liðið skráði sig nýverið í keppni fyrir næsta tímabil í Formúlu 1 í þeirri von að fjármagn fyndist en sú hefur ekki orðið raunin. Því er nú orðið ljóst að áhorfendur munu ekki horfa á Marussia liðið í keppnisröðinni á næsta ári. Grátlegt er þetta í því ljósi að Marussia liðið skoraði sitt fyrsta stig í Formúlunni á yfirstandandi keppnistímabili, svo það er fyrir vikið enn sárara að þurfa að pakka saman nú. Það ríkir einnig óvissa með Caterham liðið, sem einnig er eitt af litlu liðunum í Formúlunni, en vonandi fer ekki eins fyrir því liði.
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent