Mitsubishi í flugvélabransann Finnur Thorlacius skrifar 5. nóvember 2014 12:01 Frá kynningu flugvélarinnar í Nagoya í Japan á dögunum. Japanska fyrirtækið Mitsubishi framleiðir mun fleira en bíla og reyndar er bílaframleiðsla þess aðeins lítill hluti þessa risafyrirtækis. Nýjasta afurð þess er flugvél sem ætluð er til hefðbundinna farþegaflutninga, en þessi vél getur tekið 70 til 90 farþega. Smíði vélarinnar er talsvert á eftir áætlun, en meiningin var að markaðssetja hana fyrir 4 árum. Flugvélin heitir MRJ og stendur það fyrir Mitsubishi Regional Jet og eins og nafnið bendir til er ætluð til farþegaflutninga í innanlandsflugi. Hún er 20% eyðslugrennri en aðrar flugvélar af þessari stærð. Vélin er með tveimur Pratt & Whitney þotuhreyflum með forþjöppum sem skila 17.600 punda þrýstingi. Mitsubishi ætlar að selja 5.000 svona vélar á næstu 20 árum, svo það eru ekki litlar áætlanir sem Mitsubishi hefur með smíði þessarar vélar. Japanir eru ekki þekktir fyrir smíði flugvéla og síðast voru framleiddar farþegavélar þar fyrir 40 árum, en á árunum 1962 til 1974 voru framleiddar þar NAMC YS-11 vélar sem leystu af hólmi hægfleygar DC-3 vélar sem lengi vel höfðu þjónað farþegaflutningum í Japan. Drægni nýju vélarinnar er 1.780 sjómílur. Það kostaði Mitsubishi 200 milljarða króna að þróa þessa vél og er hún tæknilega mjög vel búin. Borist hafa 407 pantanir í vélina nú þegar, eða um 8% af áætlaðri næstu 20 ára smíði hennar. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent
Japanska fyrirtækið Mitsubishi framleiðir mun fleira en bíla og reyndar er bílaframleiðsla þess aðeins lítill hluti þessa risafyrirtækis. Nýjasta afurð þess er flugvél sem ætluð er til hefðbundinna farþegaflutninga, en þessi vél getur tekið 70 til 90 farþega. Smíði vélarinnar er talsvert á eftir áætlun, en meiningin var að markaðssetja hana fyrir 4 árum. Flugvélin heitir MRJ og stendur það fyrir Mitsubishi Regional Jet og eins og nafnið bendir til er ætluð til farþegaflutninga í innanlandsflugi. Hún er 20% eyðslugrennri en aðrar flugvélar af þessari stærð. Vélin er með tveimur Pratt & Whitney þotuhreyflum með forþjöppum sem skila 17.600 punda þrýstingi. Mitsubishi ætlar að selja 5.000 svona vélar á næstu 20 árum, svo það eru ekki litlar áætlanir sem Mitsubishi hefur með smíði þessarar vélar. Japanir eru ekki þekktir fyrir smíði flugvéla og síðast voru framleiddar farþegavélar þar fyrir 40 árum, en á árunum 1962 til 1974 voru framleiddar þar NAMC YS-11 vélar sem leystu af hólmi hægfleygar DC-3 vélar sem lengi vel höfðu þjónað farþegaflutningum í Japan. Drægni nýju vélarinnar er 1.780 sjómílur. Það kostaði Mitsubishi 200 milljarða króna að þróa þessa vél og er hún tæknilega mjög vel búin. Borist hafa 407 pantanir í vélina nú þegar, eða um 8% af áætlaðri næstu 20 ára smíði hennar.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent