Golfbíll fer kvartmíluna á 12 sekúndum Finnur Thorlacius skrifar 5. nóvember 2014 10:11 Golfbílar eru almennt ekki hannaðir til að fara hratt, en það á ekki við þá alla. Hér sést einn fara kvartmíluna hraðar en Mercedes Benz CL65 AMG, eða á litlum 12,24 sekúndum. Endahraði hans var 190 km/klst. Þessi tími er nýtt Guinness heimsmet en það fyrra var 14,18 sekúndur með 167 km/klst endahraða. Það þarf djarfan ökumann til að aka þessum golfbíl svo hratt þar sem ökumaður er lítt varinn í bílnum og veigalítil veltigrind hans myndi ekki verja hann mikið ef bíllinn ylti á 190 km hraða. Það alskemmtilegast við þetta er að aftast á golfbílnum öfluga er stórt golfsett með í för í metspyrnunni, bara svona til að sýna til hvers svona bílar eru almennt notaðir. Líklega var það þó ekki notað við enda brautarinnar. Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent
Golfbílar eru almennt ekki hannaðir til að fara hratt, en það á ekki við þá alla. Hér sést einn fara kvartmíluna hraðar en Mercedes Benz CL65 AMG, eða á litlum 12,24 sekúndum. Endahraði hans var 190 km/klst. Þessi tími er nýtt Guinness heimsmet en það fyrra var 14,18 sekúndur með 167 km/klst endahraða. Það þarf djarfan ökumann til að aka þessum golfbíl svo hratt þar sem ökumaður er lítt varinn í bílnum og veigalítil veltigrind hans myndi ekki verja hann mikið ef bíllinn ylti á 190 km hraða. Það alskemmtilegast við þetta er að aftast á golfbílnum öfluga er stórt golfsett með í för í metspyrnunni, bara svona til að sýna til hvers svona bílar eru almennt notaðir. Líklega var það þó ekki notað við enda brautarinnar.
Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent