Lækkun eldsneytisverðs skaðar tvinn- og rafmagnsbílasölu vestanhafs Finnur Thorlacius skrifar 4. nóvember 2014 15:15 Ford Focus EV rafmagnsbíll í hleðslu. Eldsneytisverð hefur lækkað mjög skart í heiminum undanfarið og í síðustu viku varð meiri lækkun á bensínverði í Bandaríkjunum en orðið hefur í meira en 2 ár. Þá lækkaði verð um 10 sent, eða 12 krónur á aðeins einni viku. Þar má á einstaka bensínstöðvum sjá svo lágt verð sem 2,70 dollara á gallon, eða 85 krónur á hvern lítra. Meðalverðið í landinu er þó um 3,14 dollarar á gallon, eða 99 krónur. Þetta lága verð á eldsneyti gerir lítið til að hvetja fólk vestanhafs til kaupa á rafmagnsbílum og tvinnbílum og það sést í sölutölunum undanfarið. Tvinnbílar og rafmagnsbílar hlaðast nú upp hjá bílaumboðum þarlendis og framleiðendur þeirra hafa neyðst til að lækka verðið til að koma hreyfingu á sölu þeirra. Framleiðendur lækka verðið Nýlega lækkaði Ford verðið á Ford Focus EV sem gengur fyrir rafmagni um 6.000 dollara og það sama gerði Nissan með Leaf bíl sinn fyrr á árinu. Toyota hefur þurft að hækka afslætti á tvinn- og rafmagnsbílum sínum frá 1.400 dollurum að meðaltali fyrir ári síðan í 2.300 dollara nú. Ford hækkaði afslátt á rafmagnsútgáfu C-Max frá 2.650 dollurum í 4.900 dollara. Þessar aðgerðir Toyota og Ford hefur ekki orðið til að auka sölu þessara bíla, heldur þvert á móti. Sala eyðslufrekra pallbíla hefur í staðinn verið í miklum blóma og er söluaukning þeirra talin í tugum prósent hjá öllum framleiðendum. Bílaframleiðendum er gert af yfirvöldum að framleiða sífellt eyðslugrennri bíla og því streyma nú sífellt fleiri gerðir rafmagns- og tvinnbíla frá þeim, sem illa gengur að selja í Bandaríkjunum. Sú þróun hefur þó ekki orðið í Evrópu, en þar heldur sala rafmagns- og tvinnbíla áfram að aukast enda er eldsneytisverð í álfunni miklu mun hærra en í Bandaríkjunum, vegna hárra skatta á eldsneyti. Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent
Eldsneytisverð hefur lækkað mjög skart í heiminum undanfarið og í síðustu viku varð meiri lækkun á bensínverði í Bandaríkjunum en orðið hefur í meira en 2 ár. Þá lækkaði verð um 10 sent, eða 12 krónur á aðeins einni viku. Þar má á einstaka bensínstöðvum sjá svo lágt verð sem 2,70 dollara á gallon, eða 85 krónur á hvern lítra. Meðalverðið í landinu er þó um 3,14 dollarar á gallon, eða 99 krónur. Þetta lága verð á eldsneyti gerir lítið til að hvetja fólk vestanhafs til kaupa á rafmagnsbílum og tvinnbílum og það sést í sölutölunum undanfarið. Tvinnbílar og rafmagnsbílar hlaðast nú upp hjá bílaumboðum þarlendis og framleiðendur þeirra hafa neyðst til að lækka verðið til að koma hreyfingu á sölu þeirra. Framleiðendur lækka verðið Nýlega lækkaði Ford verðið á Ford Focus EV sem gengur fyrir rafmagni um 6.000 dollara og það sama gerði Nissan með Leaf bíl sinn fyrr á árinu. Toyota hefur þurft að hækka afslætti á tvinn- og rafmagnsbílum sínum frá 1.400 dollurum að meðaltali fyrir ári síðan í 2.300 dollara nú. Ford hækkaði afslátt á rafmagnsútgáfu C-Max frá 2.650 dollurum í 4.900 dollara. Þessar aðgerðir Toyota og Ford hefur ekki orðið til að auka sölu þessara bíla, heldur þvert á móti. Sala eyðslufrekra pallbíla hefur í staðinn verið í miklum blóma og er söluaukning þeirra talin í tugum prósent hjá öllum framleiðendum. Bílaframleiðendum er gert af yfirvöldum að framleiða sífellt eyðslugrennri bíla og því streyma nú sífellt fleiri gerðir rafmagns- og tvinnbíla frá þeim, sem illa gengur að selja í Bandaríkjunum. Sú þróun hefur þó ekki orðið í Evrópu, en þar heldur sala rafmagns- og tvinnbíla áfram að aukast enda er eldsneytisverð í álfunni miklu mun hærra en í Bandaríkjunum, vegna hárra skatta á eldsneyti.
Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent