Langþráð hjúkrunarheimili opnað á Egilsstöðum í vor Kristján Már Unnarsson skrifar 3. nóvember 2014 20:30 Jón Grétar Traustason, verkefnisstjóri VHE. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Stærstu framkvæmdir sem ráðist hefur verið í eftir hrun á Fljótsdalshéraði standa nú yfir á Egilsstöðum, - smíði nýs hjúkrunarheimilis. Það er undir klettaborginni, sem kirkjan stendur á, sem nýja húsið rís en stærð þess og staðsetning gera það að verkum að það verður hluti af ásýnd Egilsstaða frá hringveginum. Aðalverktakar eru Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar, VHE, og eru þeir með milli 35 og 40 manns við smíðina. „Hér byggjum við hjúkrunarheimili fyrir Fljótsdalshérað og ríkið, 40 herbergi, og löngu orðin tímabær bygging á þessu svæði,“ sagði Jón Grétar Traustason, verkefnisstjóri hjá VHE, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Byggingin verður samtals 3.300 fermetrar að stærð og er smíðuð samkvæmt verðlaunateikningu Hornsteina arkitekta og Eflu en eftirlit er í höndum Mannvits. Áhersla var lögð á að byggingin og umhverfi hennar mynduðu hlýlegt og heimilislegt umhverfi. Þá þykir hönnun hússins uppfylla óskir um nýtingu dagsbirtu og útsýnis og setustofur opnast að brekku og útisvæðum. Einstaklingsherbergi er þannig gerð að þau verður hægt að tengja saman og samnýta sem hjónaíbúðir.Byggingin verður hluti af ásýnd Egilsstaða frá hringveginum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Áætla má að heildarkostnaður nálgist tvo milljarða króna, með verksamningi, jarðvegsvinnu, hönnunar- og eftirlitskostnaði og frágangi. Til að ná niður kostnaði var þó ráðist í margvíslegar sparnaðaraðgerðir, meðal annars með því að forsteypa sem flestar einingar í einingaverksmiðju VHE í Fellabæ. Áformað er að húsið verði tilbúið í febrúar og má ætla að fyrstu íbúar verði fluttir inn eftir fimm mánuði eða svo. Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Sjá meira
Stærstu framkvæmdir sem ráðist hefur verið í eftir hrun á Fljótsdalshéraði standa nú yfir á Egilsstöðum, - smíði nýs hjúkrunarheimilis. Það er undir klettaborginni, sem kirkjan stendur á, sem nýja húsið rís en stærð þess og staðsetning gera það að verkum að það verður hluti af ásýnd Egilsstaða frá hringveginum. Aðalverktakar eru Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar, VHE, og eru þeir með milli 35 og 40 manns við smíðina. „Hér byggjum við hjúkrunarheimili fyrir Fljótsdalshérað og ríkið, 40 herbergi, og löngu orðin tímabær bygging á þessu svæði,“ sagði Jón Grétar Traustason, verkefnisstjóri hjá VHE, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Byggingin verður samtals 3.300 fermetrar að stærð og er smíðuð samkvæmt verðlaunateikningu Hornsteina arkitekta og Eflu en eftirlit er í höndum Mannvits. Áhersla var lögð á að byggingin og umhverfi hennar mynduðu hlýlegt og heimilislegt umhverfi. Þá þykir hönnun hússins uppfylla óskir um nýtingu dagsbirtu og útsýnis og setustofur opnast að brekku og útisvæðum. Einstaklingsherbergi er þannig gerð að þau verður hægt að tengja saman og samnýta sem hjónaíbúðir.Byggingin verður hluti af ásýnd Egilsstaða frá hringveginum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Áætla má að heildarkostnaður nálgist tvo milljarða króna, með verksamningi, jarðvegsvinnu, hönnunar- og eftirlitskostnaði og frágangi. Til að ná niður kostnaði var þó ráðist í margvíslegar sparnaðaraðgerðir, meðal annars með því að forsteypa sem flestar einingar í einingaverksmiðju VHE í Fellabæ. Áformað er að húsið verði tilbúið í febrúar og má ætla að fyrstu íbúar verði fluttir inn eftir fimm mánuði eða svo.
Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Sjá meira