Audi Prologue markar framtíðarhönnun stærri Audi bíla Finnur Thorlacius skrifar 19. nóvember 2014 11:41 Audi Prologue. Audi er þessa dagana að kynna nýjan tilraunabíl á bílasýningunni í Los Angeles en hann á að marka nýja hönnunarstefnu Audi. Bíllinn kallast Audi Prologue og er stór fólksbíll sem líklegur er til að keppa við Mercedes Benz S-Class Coupe og er tveggja dyra. Þessi bíll gefur tóninn fyrir næstu kynslóðir A6, A7 og A8 bíla Audi og hönnuður hans, Marc Lichte sem kom frá Volkswagen er nú ábyrgur fyrir ytri hönnun Audi bíla, segir að þessar 3 gerðir stærri Audi bíla hafi nú fengið útlitið frá þessum bíl. Bílarnir hafa þegar verið hannaðir, en samt er þessi bíll fyrsti bíllinn sem sést eftir hann frá því hann tók við starfinu. Nýtt útlit A6, A7 og A8 hefur þegar verið samþykkt af stjórn Audi og að sögn Marc Lichte verður A7 bíllinn líkastur þessum Prologue bíl, enda tveggja dyra bíll þar á ferð. Í Audi Prologue er 605 hestafla V8 vél með forþjöppum sem þeytir bílnum í hundraðið á 3,7 sekúndum. Prologue er jafn breiður og Audi A8, næstum jafn langur og talsvert lægri til þaksins. Hann er á 22 tommu felgum.Snyrtilegur og einfaldur að innan. Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent
Audi er þessa dagana að kynna nýjan tilraunabíl á bílasýningunni í Los Angeles en hann á að marka nýja hönnunarstefnu Audi. Bíllinn kallast Audi Prologue og er stór fólksbíll sem líklegur er til að keppa við Mercedes Benz S-Class Coupe og er tveggja dyra. Þessi bíll gefur tóninn fyrir næstu kynslóðir A6, A7 og A8 bíla Audi og hönnuður hans, Marc Lichte sem kom frá Volkswagen er nú ábyrgur fyrir ytri hönnun Audi bíla, segir að þessar 3 gerðir stærri Audi bíla hafi nú fengið útlitið frá þessum bíl. Bílarnir hafa þegar verið hannaðir, en samt er þessi bíll fyrsti bíllinn sem sést eftir hann frá því hann tók við starfinu. Nýtt útlit A6, A7 og A8 hefur þegar verið samþykkt af stjórn Audi og að sögn Marc Lichte verður A7 bíllinn líkastur þessum Prologue bíl, enda tveggja dyra bíll þar á ferð. Í Audi Prologue er 605 hestafla V8 vél með forþjöppum sem þeytir bílnum í hundraðið á 3,7 sekúndum. Prologue er jafn breiður og Audi A8, næstum jafn langur og talsvert lægri til þaksins. Hann er á 22 tommu felgum.Snyrtilegur og einfaldur að innan.
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent