Aserta-málið: Sagðir hafa sett upp njósnabúnað í tölvu stærsta viðskiptavinarins Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. nóvember 2014 18:04 Ákærðu og verjendur þeirra í Héraðsdómi Reykjaness í dag. vísir/gva Ákæruvaldið í Aserta-málinu svokallaða lagði fram gögn við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag sem benda til þess að tveir ákærðu í málinu hafi sett upp njósnabúnað í tölvum viðskiptavina þeirra. Það eru þeir Gísli Reynisson og Karl Löve Jóhannsson en því neita þeir báðir. Tveir aðrir eru ákærðir í málinu auk Gísla og Karls – Markús Máni Michaelsson Maute og Ólafur Sigmundsson. Gísli, Karl, Markús Máni og Ólafur eru grunaðir um umfangsmikið ólöglegt gjaldeyrisbrask í gegnum einkahlutafélagið Aserta á tímablinu 25. mars til 2. nóvember árið 2009. Hvorki var lögmæt heimild eða leyfi frá Seðlabanka Íslands fyrir viðskiptunum að því er sérstakur saksóknari heldur fram.Ræddu ítarlega uppsetningu njósnabúnaðar Tvær tölvur Gísla voru haldlagðar við rannsókn málsins en Gísli var sá sem sá hvað mest um tölvumál þeirra félaga. Í tölvunum fundust meðal annars samtöl á milli Gísla og Karls í gegnum samskiptaforritið MSN þar sem þeir ræddu ítarlega um það að setja upp netnjósnaforrit hjá mótaðilum sínum. Mótaðilarnir eru þeir sem fyrirtækið á í gjaldeyrisviðskiptum við en í gögnum málsins kom fram að slíkur búnaður hafi verið settur upp hjá þeirra stærsta viðskiptavini, Niko Nordic. „Ertu kominn með SniperSpy up and running?“ sendi Gísli til Karls. Karl sagði forritið þó ekki virka. „Það verður að koma þessu á menn eins og Sigga [hjá Niko Nordic],“ svaraði Gísli.Starfsmenn sérstaks saksóknara. Finnur Þór Vilhjálmsson er lengst til hægri á myndinni.vísir/gvaEkki hluti af sakarefninu Þá kom jafnframt fram í rannsóknarskýrslu sem lögð var fram að ummerki hafi verið um að tölvupóstar hafi borist Gísla frá forritinu eblaster, njósnaforriti sem ber yfirskriftina: „Know everything they do online.“ Þessu mótmæltu verjendur þeirra þó harðlega enda eru gögn þessi ekki hluti af sakarefni ákærðu. Töldu þeir ákæruvaldið hafa lagt þetta fram til þess eins að sverta mannorð skjólstæðinga þeirra og kröfðust úrskurðar dómara. Dómari féllst á það og var málið ekki rætt frekar. Þá bað Reimar Snæfells Pétursson, verjandi Gísla, að tekið yrði hlé í ljósi andrúmsloftsins sem skapast hafði í kjölfar þessara umræðna. Fyrsta degi aðalmeðferðar lauk í dag og verður henni áframhaldið á morgun. Enginn ágreiningur var um viðskipti sem Aserta átti á þessum tíma, viðskiptavini né upphæðir og var því ákveðið að afboða stóran part þeirra vitna sem boðuð höfðu verið. Tengdar fréttir Aserta-málið: „Átti erfitt með að fara út á meðal fólks“ Markús Máni Michelson Maute lýsti yfir sakleysi sínu við aðalmeðferð Aserta-málsins svokallaða 18. nóvember 2014 13:53 Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Ákæruvaldið í Aserta-málinu svokallaða lagði fram gögn við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag sem benda til þess að tveir ákærðu í málinu hafi sett upp njósnabúnað í tölvum viðskiptavina þeirra. Það eru þeir Gísli Reynisson og Karl Löve Jóhannsson en því neita þeir báðir. Tveir aðrir eru ákærðir í málinu auk Gísla og Karls – Markús Máni Michaelsson Maute og Ólafur Sigmundsson. Gísli, Karl, Markús Máni og Ólafur eru grunaðir um umfangsmikið ólöglegt gjaldeyrisbrask í gegnum einkahlutafélagið Aserta á tímablinu 25. mars til 2. nóvember árið 2009. Hvorki var lögmæt heimild eða leyfi frá Seðlabanka Íslands fyrir viðskiptunum að því er sérstakur saksóknari heldur fram.Ræddu ítarlega uppsetningu njósnabúnaðar Tvær tölvur Gísla voru haldlagðar við rannsókn málsins en Gísli var sá sem sá hvað mest um tölvumál þeirra félaga. Í tölvunum fundust meðal annars samtöl á milli Gísla og Karls í gegnum samskiptaforritið MSN þar sem þeir ræddu ítarlega um það að setja upp netnjósnaforrit hjá mótaðilum sínum. Mótaðilarnir eru þeir sem fyrirtækið á í gjaldeyrisviðskiptum við en í gögnum málsins kom fram að slíkur búnaður hafi verið settur upp hjá þeirra stærsta viðskiptavini, Niko Nordic. „Ertu kominn með SniperSpy up and running?“ sendi Gísli til Karls. Karl sagði forritið þó ekki virka. „Það verður að koma þessu á menn eins og Sigga [hjá Niko Nordic],“ svaraði Gísli.Starfsmenn sérstaks saksóknara. Finnur Þór Vilhjálmsson er lengst til hægri á myndinni.vísir/gvaEkki hluti af sakarefninu Þá kom jafnframt fram í rannsóknarskýrslu sem lögð var fram að ummerki hafi verið um að tölvupóstar hafi borist Gísla frá forritinu eblaster, njósnaforriti sem ber yfirskriftina: „Know everything they do online.“ Þessu mótmæltu verjendur þeirra þó harðlega enda eru gögn þessi ekki hluti af sakarefni ákærðu. Töldu þeir ákæruvaldið hafa lagt þetta fram til þess eins að sverta mannorð skjólstæðinga þeirra og kröfðust úrskurðar dómara. Dómari féllst á það og var málið ekki rætt frekar. Þá bað Reimar Snæfells Pétursson, verjandi Gísla, að tekið yrði hlé í ljósi andrúmsloftsins sem skapast hafði í kjölfar þessara umræðna. Fyrsta degi aðalmeðferðar lauk í dag og verður henni áframhaldið á morgun. Enginn ágreiningur var um viðskipti sem Aserta átti á þessum tíma, viðskiptavini né upphæðir og var því ákveðið að afboða stóran part þeirra vitna sem boðuð höfðu verið.
Tengdar fréttir Aserta-málið: „Átti erfitt með að fara út á meðal fólks“ Markús Máni Michelson Maute lýsti yfir sakleysi sínu við aðalmeðferð Aserta-málsins svokallaða 18. nóvember 2014 13:53 Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Aserta-málið: „Átti erfitt með að fara út á meðal fólks“ Markús Máni Michelson Maute lýsti yfir sakleysi sínu við aðalmeðferð Aserta-málsins svokallaða 18. nóvember 2014 13:53