Vilja að frumvarpið verði samþykkt sem fyrst Stefán Árni Pálsson skrifar 18. nóvember 2014 14:53 Ólafur Stephensen,framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Stjórn Félags atvinnurekenda ályktaði á fundi sínum í dag að hraða eins og kostur er samþykkt frumvarps um afnám vörugjalds og einföldun neysluskatta. FA hefur áður lýst eindregnum stuðningi við þau áform að afnema vörugjald og einfalda kerfi neysluskatta. „Flókið og ógagnsætt skattkerfi leiðir til sóunar, bjagar verðvitund neytenda og skapar ekki eðlilega samkeppnishvata. Félag atvinnurekenda hefur barist fyrir umbótum á þessu sviði í áratugi, nú síðast undir merkjum Falda aflsins,“ segir í ályktuninni. Þar kemur einnig fram að FA hafi hins vegar áhyggjur af því að málið virðist enn langt frá því að vera frágengið. „Ekki virðist full samstaða um það milli stjórnarflokkanna og enn er verið að skoða aðrar útfærslur en þær sem lagðar eru til í upphaflegu frumvarpi fjármálaráðherra.“ Félag atvinnurekenda leggur áherslu á að Alþingi samþykki sem fyrst þær breytingar á kerfi skatta og vörugjalda sem eiga að taka gildi 1. janúar 2015. „Á umliðnum árum hefur verið alltof algengt að slíkar breytingar verði ekki að lögum fyrr en á lokaspretti þingstarfa í desember og þannig gefist alltof skammur fyrirvari, jafnt fyrir opinberar stofnanir og atvinnulífið í landinu, að undirbúa þær, aðlaga upplýsingakerfi, upplýsa starfsfólk og viðskiptavini og þar fram eftir götunum. Stjórn FA minnir á að desember er annasamasti tími ársins hjá mörgum fyrirtækjum í verslun og þjónustu.“ Stjórn FA varar ennfremur við hugmyndum sem fram hafa komið að undanförnu um að flækja frekar kerfi neysluskatta en gert er ráð fyrir í núverandi frumvarpi, til dæmis með því að setja gosdrykki og sælgæti í efra þrep virðisaukaskattsins. „Slík breyting yrði afar flókin í framkvæmd og myndi enn frekar torvelda innleiðingu breytinganna á skömmum tíma.“ Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Stjórn Félags atvinnurekenda ályktaði á fundi sínum í dag að hraða eins og kostur er samþykkt frumvarps um afnám vörugjalds og einföldun neysluskatta. FA hefur áður lýst eindregnum stuðningi við þau áform að afnema vörugjald og einfalda kerfi neysluskatta. „Flókið og ógagnsætt skattkerfi leiðir til sóunar, bjagar verðvitund neytenda og skapar ekki eðlilega samkeppnishvata. Félag atvinnurekenda hefur barist fyrir umbótum á þessu sviði í áratugi, nú síðast undir merkjum Falda aflsins,“ segir í ályktuninni. Þar kemur einnig fram að FA hafi hins vegar áhyggjur af því að málið virðist enn langt frá því að vera frágengið. „Ekki virðist full samstaða um það milli stjórnarflokkanna og enn er verið að skoða aðrar útfærslur en þær sem lagðar eru til í upphaflegu frumvarpi fjármálaráðherra.“ Félag atvinnurekenda leggur áherslu á að Alþingi samþykki sem fyrst þær breytingar á kerfi skatta og vörugjalda sem eiga að taka gildi 1. janúar 2015. „Á umliðnum árum hefur verið alltof algengt að slíkar breytingar verði ekki að lögum fyrr en á lokaspretti þingstarfa í desember og þannig gefist alltof skammur fyrirvari, jafnt fyrir opinberar stofnanir og atvinnulífið í landinu, að undirbúa þær, aðlaga upplýsingakerfi, upplýsa starfsfólk og viðskiptavini og þar fram eftir götunum. Stjórn FA minnir á að desember er annasamasti tími ársins hjá mörgum fyrirtækjum í verslun og þjónustu.“ Stjórn FA varar ennfremur við hugmyndum sem fram hafa komið að undanförnu um að flækja frekar kerfi neysluskatta en gert er ráð fyrir í núverandi frumvarpi, til dæmis með því að setja gosdrykki og sælgæti í efra þrep virðisaukaskattsins. „Slík breyting yrði afar flókin í framkvæmd og myndi enn frekar torvelda innleiðingu breytinganna á skömmum tíma.“
Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira