Er þetta Porsche Pajun? Finnur Thorlacius skrifar 18. nóvember 2014 10:04 Í nokkurn tíma hefur verið um rætt að Porsche hyggist setja á markað minni gerð Panamera bílsins, en ekkert hefur sést til hans enn. Áform Porsche voru víst að setja þann bíl á markað árið 2019, en hugsanlega sést hér fyrsta myndin af þessum bíl. Myndin birtist af verkefni sem hönnunardeild Porsche sér um, 57 hæða lúxusíbúðarhúss sem ber heitið Porsche Design Tower. Í turninum verða lyftur sem bera bíla eigenda sinna í glerbílskúr inní íbúðunum og er myndin af einum slíkum. Bíllinn á myndinni ber greinilega Panamera genin, en er styttri. Hann ber einnig útlitseinkenni Cayman bíls Porsche og er því sportlegri en Panamera. Engu að síður er hann óþægilega líkur Chrysler Crossfire. Minni Panamera hefur fengið viðurnefnið Pajun og er það dregið af Panamera og Junior. Þetta útlit hugsanlegs Pajun þarf þó ekki að vera endanlegt útlit bílsins, því ef rétt er eftir haft að hann komi ekki á markað fyrr en árið 2019, gæti ýmislegt breyst. Þessi mynd sýnir samt örlítið inní kristalskúlu Porsche. Í myndskeiðinu sést Porsche Design Tower sem staðsettur verður í bandarísku borginni Miami. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent
Í nokkurn tíma hefur verið um rætt að Porsche hyggist setja á markað minni gerð Panamera bílsins, en ekkert hefur sést til hans enn. Áform Porsche voru víst að setja þann bíl á markað árið 2019, en hugsanlega sést hér fyrsta myndin af þessum bíl. Myndin birtist af verkefni sem hönnunardeild Porsche sér um, 57 hæða lúxusíbúðarhúss sem ber heitið Porsche Design Tower. Í turninum verða lyftur sem bera bíla eigenda sinna í glerbílskúr inní íbúðunum og er myndin af einum slíkum. Bíllinn á myndinni ber greinilega Panamera genin, en er styttri. Hann ber einnig útlitseinkenni Cayman bíls Porsche og er því sportlegri en Panamera. Engu að síður er hann óþægilega líkur Chrysler Crossfire. Minni Panamera hefur fengið viðurnefnið Pajun og er það dregið af Panamera og Junior. Þetta útlit hugsanlegs Pajun þarf þó ekki að vera endanlegt útlit bílsins, því ef rétt er eftir haft að hann komi ekki á markað fyrr en árið 2019, gæti ýmislegt breyst. Þessi mynd sýnir samt örlítið inní kristalskúlu Porsche. Í myndskeiðinu sést Porsche Design Tower sem staðsettur verður í bandarísku borginni Miami.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent