Honda seinkar kynningu vetnisbíls Finnur Thorlacius skrifar 17. nóvember 2014 10:04 Nýr vetnisbíll Honda. Til stóð hjá Honda að kynna nýjan vetnisbíl á bílasýningunni í Los Angeles, sem hefst 21. nóvember. Í stað þess mun Honda kynna bílinn á heimavelli í Japan í dag. Þar fer ekki endanleg útgáfa bílsins, heldur ókláraður tilraunabíll. Meiningin var að bíllinn færi í sölu á næsta ári, en þau plön hafa breyst og hann verður ekki kynntur til sögunnar fyrr en í mars árið 2016. Honda gefur ekki neinar skýringar á frestuninni. Honda ætlar að skýra frá innviðum nýja vetnisbílsins á bílasýningunni í LA og meðal annars af hverju afturhjólin eru ekki lengur falin af afturbrettunum, en þannig var hann teiknaður í upphafi. Talsverðar útlitsbreytingar hafa greinilega orðið á bílnum frá fyrstu myndum af honum og er hann orðinn líkari venjulegum bíl. Bíllinn verður 135 hestöfl og aðeins mun taka 3-5 mínútur að fullhlaða bílinn af vetni. Svo virðist sem mikil samkeppni ríki á milli Toyota og Honda, en nýr slíkur bíll frá Toyota verður kynntur frá Toyota á næsta ári og því á undan Honda bílnum. Sá bíll kemst tæplega 500 kílómetra á tankfylli. Í leiðinni ætlar Toyota að setja upp hleðslunet fyrir vetnisbíla á New York og Boston svæðinu og markaðssetja bílinn þar í fyrstu, sem og í Japan.Nýr vetnisbíll Toyota. Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent
Til stóð hjá Honda að kynna nýjan vetnisbíl á bílasýningunni í Los Angeles, sem hefst 21. nóvember. Í stað þess mun Honda kynna bílinn á heimavelli í Japan í dag. Þar fer ekki endanleg útgáfa bílsins, heldur ókláraður tilraunabíll. Meiningin var að bíllinn færi í sölu á næsta ári, en þau plön hafa breyst og hann verður ekki kynntur til sögunnar fyrr en í mars árið 2016. Honda gefur ekki neinar skýringar á frestuninni. Honda ætlar að skýra frá innviðum nýja vetnisbílsins á bílasýningunni í LA og meðal annars af hverju afturhjólin eru ekki lengur falin af afturbrettunum, en þannig var hann teiknaður í upphafi. Talsverðar útlitsbreytingar hafa greinilega orðið á bílnum frá fyrstu myndum af honum og er hann orðinn líkari venjulegum bíl. Bíllinn verður 135 hestöfl og aðeins mun taka 3-5 mínútur að fullhlaða bílinn af vetni. Svo virðist sem mikil samkeppni ríki á milli Toyota og Honda, en nýr slíkur bíll frá Toyota verður kynntur frá Toyota á næsta ári og því á undan Honda bílnum. Sá bíll kemst tæplega 500 kílómetra á tankfylli. Í leiðinni ætlar Toyota að setja upp hleðslunet fyrir vetnisbíla á New York og Boston svæðinu og markaðssetja bílinn þar í fyrstu, sem og í Japan.Nýr vetnisbíll Toyota.
Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent