Þrír nýir frá Porsche Finnur Thorlacius skrifar 11. nóvember 2014 12:40 Það dælast út ný módel af Porsche bílum þessa dagana. Porsche mun kynna nýja 911 Carrera GTS og Cayenne GTS á bílasýningunni í Los Angeles sem hefst 21. nóvember. Auk þess verður þar sýnd ný viðhafnarútgáfa Porsche Panamera sem aðeins er framleidd í 100 eintökum. Porsche 911 Carrera GTS brúar bilið á milli Carrera S og 911 GT3 bílanna, ekki síst hvað afl varðar. Hann er með 430 hestafla vél og fæst bæði með afturhjóla- og fjórhjóladrifi og einnig sem blæjubíll. Porsche Cayenne GTS er 440 hestöfl, með stífari fjöðrun en Cayenne S og 24 mm lægri frá vegi. Því verður hann meiri akstursbíll en ekki eins hæfur í torfærum. Porsche fyrirtækið er á afar góðri siglingu þessa dagana og hefur aukið við söluna um 14% frá fyrra ári fyrstu 10 mánuði ársins. Heildarsalan er 151.500 bílar, en í október jókst salan um 18% og seldust þá 15.800 bílar. Í Evrópu hafa selst 49.300 af þessum bílum það sem af er ári og vöxturinn 17%. Kína slær því þó við með 19% vöxt en þar hafa selst 36.000 bílar. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent
Það dælast út ný módel af Porsche bílum þessa dagana. Porsche mun kynna nýja 911 Carrera GTS og Cayenne GTS á bílasýningunni í Los Angeles sem hefst 21. nóvember. Auk þess verður þar sýnd ný viðhafnarútgáfa Porsche Panamera sem aðeins er framleidd í 100 eintökum. Porsche 911 Carrera GTS brúar bilið á milli Carrera S og 911 GT3 bílanna, ekki síst hvað afl varðar. Hann er með 430 hestafla vél og fæst bæði með afturhjóla- og fjórhjóladrifi og einnig sem blæjubíll. Porsche Cayenne GTS er 440 hestöfl, með stífari fjöðrun en Cayenne S og 24 mm lægri frá vegi. Því verður hann meiri akstursbíll en ekki eins hæfur í torfærum. Porsche fyrirtækið er á afar góðri siglingu þessa dagana og hefur aukið við söluna um 14% frá fyrra ári fyrstu 10 mánuði ársins. Heildarsalan er 151.500 bílar, en í október jókst salan um 18% og seldust þá 15.800 bílar. Í Evrópu hafa selst 49.300 af þessum bílum það sem af er ári og vöxturinn 17%. Kína slær því þó við með 19% vöxt en þar hafa selst 36.000 bílar.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent