Einn skrítinn úr fortíðinni Finnur Thorlacius skrifar 27. nóvember 2014 15:16 Japanskur bíliðnaður er ekki eins og hann var fyrir 20 árum síðan. Til dæmis eru fáránlega sprettharðir sportbílar þaðan vart til í dag, með örfáum undantekningum þó. Margt undarlegt var framleitt í Japan sem féllu undir flokkinn „Kei cars“, sem voru agnarsmáir bílar. Einn þeirra sést hér og þar fer sannarlega undarlegur bíll. Hann var framleiddur af Suzuki fyrir Mazda og fékk nafnið Autozam AZ-1. Suzuki framleiddi síðar eigin útfærslu bílsins. Útlitið eitt nægir til að hræða flesta frá, en magnað er að sjá að þessi smái bíll er með mávahurðum, eða „gullwing“. Vélin er miðjusett í bílnum líkt og í mörgum ofursportbílum. Hann er að auki með risastóran vindkjúf að aftan. Bíllinn er afturhjóladrifinn. Aðeins 4.300 bílar voru smíðaðir af þessari gerð, sem gerir hann að einum fágætasta Kei bíl sem framleiddur hefur verið. Hann er líka einn fárra bíla þeirrar gerðar sem er með sporteiginleikum og smíðaður sem mikill akstursbíll. Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent
Japanskur bíliðnaður er ekki eins og hann var fyrir 20 árum síðan. Til dæmis eru fáránlega sprettharðir sportbílar þaðan vart til í dag, með örfáum undantekningum þó. Margt undarlegt var framleitt í Japan sem féllu undir flokkinn „Kei cars“, sem voru agnarsmáir bílar. Einn þeirra sést hér og þar fer sannarlega undarlegur bíll. Hann var framleiddur af Suzuki fyrir Mazda og fékk nafnið Autozam AZ-1. Suzuki framleiddi síðar eigin útfærslu bílsins. Útlitið eitt nægir til að hræða flesta frá, en magnað er að sjá að þessi smái bíll er með mávahurðum, eða „gullwing“. Vélin er miðjusett í bílnum líkt og í mörgum ofursportbílum. Hann er að auki með risastóran vindkjúf að aftan. Bíllinn er afturhjóladrifinn. Aðeins 4.300 bílar voru smíðaðir af þessari gerð, sem gerir hann að einum fágætasta Kei bíl sem framleiddur hefur verið. Hann er líka einn fárra bíla þeirrar gerðar sem er með sporteiginleikum og smíðaður sem mikill akstursbíll.
Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent