Subaru Impreza fær hæstu einkunn í öryggisprófi Finnur Thorlacius skrifar 25. nóvember 2014 10:11 Subaru Impreza árgerð 2015. Það er ekki að spyrja að Subaru bílum þegar kemur að öryggisprófunum. Síðasta slíka prófun á öryggi Subaru bíls var gerð á Subaru Impreza og fékk hann allra hæstu einkunn sem hægt er að gefa, þ.e. svokallað „Top Safety Pick+“. Margir bílar Subaru hafa reyndar fengið þessa einkunn og hafa bílarnir Subaru Forester, Legacy, og Outback einnig fengið þessa hæstu einkunn frá IIHS (Insurance Institute for Highway Safety) í Bandaríkjunum. Í Subaru Impreza bílnum sem prófaður var er sjálfvirkur hemlunarbúnaður sem styðst við myndavélar í bílnum (EyeSight active-safety system) og svínvirkaði hann á þeim hraða sem honum er ætlað að grípa inní, þ.e. á milli 20 og 40 km hraða. Sá búnaður er einnig í boði í hinum bílum Subaru sem fengið hafa þessa hæstu einkunn IIHS. Bílarnir Subaru WRX, BRZ og XV Crosstrek hafa einnig fengið háa einkunn frá IIHS, eða „Top Safety Pick“, en án plússins sem táknar allra mesta öryggi sem býðst í bílum. Því eru allir framleiðslubílar Subaru með afar góða einkunn er kemur að öryggi. Mest lesið Skotárás á Times Square Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent
Það er ekki að spyrja að Subaru bílum þegar kemur að öryggisprófunum. Síðasta slíka prófun á öryggi Subaru bíls var gerð á Subaru Impreza og fékk hann allra hæstu einkunn sem hægt er að gefa, þ.e. svokallað „Top Safety Pick+“. Margir bílar Subaru hafa reyndar fengið þessa einkunn og hafa bílarnir Subaru Forester, Legacy, og Outback einnig fengið þessa hæstu einkunn frá IIHS (Insurance Institute for Highway Safety) í Bandaríkjunum. Í Subaru Impreza bílnum sem prófaður var er sjálfvirkur hemlunarbúnaður sem styðst við myndavélar í bílnum (EyeSight active-safety system) og svínvirkaði hann á þeim hraða sem honum er ætlað að grípa inní, þ.e. á milli 20 og 40 km hraða. Sá búnaður er einnig í boði í hinum bílum Subaru sem fengið hafa þessa hæstu einkunn IIHS. Bílarnir Subaru WRX, BRZ og XV Crosstrek hafa einnig fengið háa einkunn frá IIHS, eða „Top Safety Pick“, en án plússins sem táknar allra mesta öryggi sem býðst í bílum. Því eru allir framleiðslubílar Subaru með afar góða einkunn er kemur að öryggi.
Mest lesið Skotárás á Times Square Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent