Evrópukeppnin 2016 sýnd á Skjánum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. nóvember 2014 10:05 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki gegn Hollandi í október. Vísir/Valli Lokakeppni Evrópumóts karla í knattspyrnu sumarið 2016 verður sýnd á Skjánum. Aðeins RÚV hefur sýnt frá lokakeppninni til þessa en í tilkynningu frá Skjánum er greint frá því að stöðin verði með mótið á sínum snærum. „„Evrópumótið hefur ávallt verið stór viðburður á fjögurra ára fresti og verður enn stærri nú,“ segir Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Skjásins, í fréttatilkynningu. Leikir Íslands verða í opinni dagskrá. Íslenska karlalandsliðið hefur farið afar vel af stað í A-riðli undankeppninnar. Liðið hefur unnið þrjá leiki af fjórum og á góðan möguleika á að tryggja sér sæti í lokakeppni stórmóts í fyrsta skipti. Tvö efstu sætin í riðlinum gefa sæti í lokakeppninni og sömuleiðis það lið í þriðja sæti með bestan árangur. Þá fara liðin sem hafna í þriðja sæti riðlanna í umspil. Evrópumótið var stækkað þannig að nú komast 24 lið í lokakeppnina. „Þetta er stórt verkefni sem við ráðumst í en hlökkum bara til. Skjárinn sýndi enska boltann fyrir nokkrum árum ásamt öðrum íþróttum og við erum vel í stakk búin að tryggja landsmönnum taumlausa skemmtun sumarið 2016,“ segir Friðrik í tilkynningunni. Hvorki náðist í Friðrik né Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóra sjónvarps á RÚV, við vinnslu fréttarinnar.Jón Daði Böðvarsson í 3-0 sigrinum í Lettlandi.Vísir/GettyFréttatilkynningin í heild sinniEvrópukeppnin í knattspyrnu sem fram fer sumarið 2016 í Frakklandi verður sýnd á Skjánum. Frábær byrjun íslenska landsliðsins í undankeppninni gefur vonir um að okkar menn spili í Frakklandi. Verði sá draumur að veruleika mun Skjárinn tryggja landsmönnum leikina með Íslandi í opinni dagskrá.„Það er ekki spurning,“ segir Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Skjásins, sem fagnar því að Skjárinn hafi tryggt sér sýningarréttinn.„Evrópumótið hefur ávallt verið stór viðburður á fjögurra ára fresti og verður enn stærri nú. Hvort tveggja kemur til að í fyrsta sinn leika 24 lið í úrslitunum og þessi möguleiki að Íslendingar eigi í fyrsta sinn lið á mótinu.“Friðrik segir Skjáinn ætla leggja metnað í að skemmta landanum og standa vel að útsendingum. „Þetta er stórt verkefni sem við ráðumst í en hlökkum bara til. Skjárinn sýndi enska boltann fyrir nokkrum árum ásamt öðrum íþróttum og við erum vel í stakk búin að tryggja landsmönnum taumlausa skemmtun sumarið 2016.“ Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Lokakeppni Evrópumóts karla í knattspyrnu sumarið 2016 verður sýnd á Skjánum. Aðeins RÚV hefur sýnt frá lokakeppninni til þessa en í tilkynningu frá Skjánum er greint frá því að stöðin verði með mótið á sínum snærum. „„Evrópumótið hefur ávallt verið stór viðburður á fjögurra ára fresti og verður enn stærri nú,“ segir Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Skjásins, í fréttatilkynningu. Leikir Íslands verða í opinni dagskrá. Íslenska karlalandsliðið hefur farið afar vel af stað í A-riðli undankeppninnar. Liðið hefur unnið þrjá leiki af fjórum og á góðan möguleika á að tryggja sér sæti í lokakeppni stórmóts í fyrsta skipti. Tvö efstu sætin í riðlinum gefa sæti í lokakeppninni og sömuleiðis það lið í þriðja sæti með bestan árangur. Þá fara liðin sem hafna í þriðja sæti riðlanna í umspil. Evrópumótið var stækkað þannig að nú komast 24 lið í lokakeppnina. „Þetta er stórt verkefni sem við ráðumst í en hlökkum bara til. Skjárinn sýndi enska boltann fyrir nokkrum árum ásamt öðrum íþróttum og við erum vel í stakk búin að tryggja landsmönnum taumlausa skemmtun sumarið 2016,“ segir Friðrik í tilkynningunni. Hvorki náðist í Friðrik né Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóra sjónvarps á RÚV, við vinnslu fréttarinnar.Jón Daði Böðvarsson í 3-0 sigrinum í Lettlandi.Vísir/GettyFréttatilkynningin í heild sinniEvrópukeppnin í knattspyrnu sem fram fer sumarið 2016 í Frakklandi verður sýnd á Skjánum. Frábær byrjun íslenska landsliðsins í undankeppninni gefur vonir um að okkar menn spili í Frakklandi. Verði sá draumur að veruleika mun Skjárinn tryggja landsmönnum leikina með Íslandi í opinni dagskrá.„Það er ekki spurning,“ segir Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Skjásins, sem fagnar því að Skjárinn hafi tryggt sér sýningarréttinn.„Evrópumótið hefur ávallt verið stór viðburður á fjögurra ára fresti og verður enn stærri nú. Hvort tveggja kemur til að í fyrsta sinn leika 24 lið í úrslitunum og þessi möguleiki að Íslendingar eigi í fyrsta sinn lið á mótinu.“Friðrik segir Skjáinn ætla leggja metnað í að skemmta landanum og standa vel að útsendingum. „Þetta er stórt verkefni sem við ráðumst í en hlökkum bara til. Skjárinn sýndi enska boltann fyrir nokkrum árum ásamt öðrum íþróttum og við erum vel í stakk búin að tryggja landsmönnum taumlausa skemmtun sumarið 2016.“
Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira