Segir niðurstöðuna mikinn sigur fyrir íslenska neytendur Stefán Árni Pálsson skrifar 24. nóvember 2014 10:13 Björn Þorri Viktorsson er að vonum ánægður með álit EFTA. „Þetta er bara fullnaðarsigur Sævar Jóns í þessu máli,“ segir Björn Þorri Viktorsson, lögmaður Sævars Jóns Gunnarsson en í morgun kom í ljós að það samrýmist ekki tilskipun Evrópusambandsins að miða samningsskilmála í verðtryggðum lánum við 0% verðbólgu. Þetta á um þegar heildarlántökukostnaður og árleg hlutfallstala kostnaðar er reiknað ef þekkt verðbólgustig á lántökudegi er ekki 0%. Þetta segir í ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins vegna máls sem Sævar höfðaði gegn Landsbankanum. „Ég get ekki lesið neitt annað út úr þessum dómi en mikinn sigur fyrir Sævar og þar með íslenskra neytenda.“ Björn segir að málið sé því fordæmisgefandi ef atvik annarra lántakenda séu sambærileg Sævars. „Ég veit svo sem ekkert hvort við eigum eftir að sjá fleiri sambærilega mál í íslenskum dómstólum í framhaldinu. Aðilar þyrftu núna bara að fara í mál, hver á fætur öðrum til þess að fá sinn rétt staðfestan. Nú veit ég ekkert hvort það verði eins í þessu máli eða einhverju öðru eða hvort stjórnvöld ætli að stíga inn í þennan hring frekar.“ Björn segir að stjórnvöld hafi tekið þátt í þessu máli með því að styðja sjónvarmið Landsbankans rækilega eins og hann orðar það. „Það er alveg ljóst að mínu viti að þeir aðilar sem voru blekktir til þess að skrifa undir lánssamninga undir útreikningum árlegum hlutfallslegum kostnaði þar sem gert var ráð fyrir núll prósent verðbólgu út lánstímann eiga væntanlega rétt í sínum málum.“ Í áliti EFTA segir að það sé íslenskra dómstóla að meta hvaða áhrif röng upplýsingagjöf af þessu tagi hefur og hvaða úrræðum er hægt að beita af því tilefni. „Það hefur afleiðingar þegar Evrópuréttur kemur með álit að það sé óheimilt að neytendur séu blekktir með þessum hætti. Ég reikna með því að það sama gildi á Íslandi. Við erum í það minnsta skuldbundinn að taka upp sambærilegar neytendareglur.“ Sævar tók verðtryggt 630 þúsund króna lán hjá bankanum 19. nóvember 2008 gegn útgáfu skuldabréfs. Skuldabréfinu fylgdi greiðsluáætlun þar sem fram kemur að áætlunin byggi á 0 prósent verðbólgu, núgildandi vöxtum og gjaldskrá bankans sem geti tekið breytingum. „Sævar hefur ekki borgað þetta lán að fullu og lánstíminn er útrunninn. Hann greiddi ekki af láninu á meðan ágreiningurinn er enn til úrlausnar. Það er núna íslenskra dómsstóla að taka ákvörðun um það hvort lánið falli niður eða hvernig þetta mál verður leyst. Þrátt fyrir að EFTA dómstólinn segir að það sé landsdómsins að meta, þá setur hann algjörlega skýr skilyrði um að það verði að gæta að því að verndin samkvæmt tilskipunar Evrópusambandsins séu að fullu virt.“ Björn segir að meginreglan í sambærilegum málum í Evrópu sé að lánveitendur geti ekki innheimt kostnað. „Það er því auðvitað nærtækt að álykta sem svo að verðtryggingarþátturinn detti bara út úr þessum lánasamningum. Þeir sú í raun bara óverðtryggðir.“ Komi svo upp að Sævar sé í raun búinn að greiða meira af láninu en honum bar í raun og veru á hann að mati Björns skýra endurkröfu samkvæmt lögum um vexti og verðtryggingu. Tengdar fréttir Máttu ekki miða við núll prósent verðbólgu Þegar lánssamningur er bundinn við vísitölu neysluverðs, samrýmist það ekki tilskipun 87/102/EBE að miðað sé við 0% verðbólgu við útreikning á heildarlántökukostnaði og árlegri hlutfallstölu kostnaðar ef þekkt verðbólgustig á lántökudegi er ekki 0%. Þetta segir í ráðgefandi áliti EFTA- 24. nóvember 2014 08:21 Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
„Þetta er bara fullnaðarsigur Sævar Jóns í þessu máli,“ segir Björn Þorri Viktorsson, lögmaður Sævars Jóns Gunnarsson en í morgun kom í ljós að það samrýmist ekki tilskipun Evrópusambandsins að miða samningsskilmála í verðtryggðum lánum við 0% verðbólgu. Þetta á um þegar heildarlántökukostnaður og árleg hlutfallstala kostnaðar er reiknað ef þekkt verðbólgustig á lántökudegi er ekki 0%. Þetta segir í ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins vegna máls sem Sævar höfðaði gegn Landsbankanum. „Ég get ekki lesið neitt annað út úr þessum dómi en mikinn sigur fyrir Sævar og þar með íslenskra neytenda.“ Björn segir að málið sé því fordæmisgefandi ef atvik annarra lántakenda séu sambærileg Sævars. „Ég veit svo sem ekkert hvort við eigum eftir að sjá fleiri sambærilega mál í íslenskum dómstólum í framhaldinu. Aðilar þyrftu núna bara að fara í mál, hver á fætur öðrum til þess að fá sinn rétt staðfestan. Nú veit ég ekkert hvort það verði eins í þessu máli eða einhverju öðru eða hvort stjórnvöld ætli að stíga inn í þennan hring frekar.“ Björn segir að stjórnvöld hafi tekið þátt í þessu máli með því að styðja sjónvarmið Landsbankans rækilega eins og hann orðar það. „Það er alveg ljóst að mínu viti að þeir aðilar sem voru blekktir til þess að skrifa undir lánssamninga undir útreikningum árlegum hlutfallslegum kostnaði þar sem gert var ráð fyrir núll prósent verðbólgu út lánstímann eiga væntanlega rétt í sínum málum.“ Í áliti EFTA segir að það sé íslenskra dómstóla að meta hvaða áhrif röng upplýsingagjöf af þessu tagi hefur og hvaða úrræðum er hægt að beita af því tilefni. „Það hefur afleiðingar þegar Evrópuréttur kemur með álit að það sé óheimilt að neytendur séu blekktir með þessum hætti. Ég reikna með því að það sama gildi á Íslandi. Við erum í það minnsta skuldbundinn að taka upp sambærilegar neytendareglur.“ Sævar tók verðtryggt 630 þúsund króna lán hjá bankanum 19. nóvember 2008 gegn útgáfu skuldabréfs. Skuldabréfinu fylgdi greiðsluáætlun þar sem fram kemur að áætlunin byggi á 0 prósent verðbólgu, núgildandi vöxtum og gjaldskrá bankans sem geti tekið breytingum. „Sævar hefur ekki borgað þetta lán að fullu og lánstíminn er útrunninn. Hann greiddi ekki af láninu á meðan ágreiningurinn er enn til úrlausnar. Það er núna íslenskra dómsstóla að taka ákvörðun um það hvort lánið falli niður eða hvernig þetta mál verður leyst. Þrátt fyrir að EFTA dómstólinn segir að það sé landsdómsins að meta, þá setur hann algjörlega skýr skilyrði um að það verði að gæta að því að verndin samkvæmt tilskipunar Evrópusambandsins séu að fullu virt.“ Björn segir að meginreglan í sambærilegum málum í Evrópu sé að lánveitendur geti ekki innheimt kostnað. „Það er því auðvitað nærtækt að álykta sem svo að verðtryggingarþátturinn detti bara út úr þessum lánasamningum. Þeir sú í raun bara óverðtryggðir.“ Komi svo upp að Sævar sé í raun búinn að greiða meira af láninu en honum bar í raun og veru á hann að mati Björns skýra endurkröfu samkvæmt lögum um vexti og verðtryggingu.
Tengdar fréttir Máttu ekki miða við núll prósent verðbólgu Þegar lánssamningur er bundinn við vísitölu neysluverðs, samrýmist það ekki tilskipun 87/102/EBE að miðað sé við 0% verðbólgu við útreikning á heildarlántökukostnaði og árlegri hlutfallstölu kostnaðar ef þekkt verðbólgustig á lántökudegi er ekki 0%. Þetta segir í ráðgefandi áliti EFTA- 24. nóvember 2014 08:21 Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Máttu ekki miða við núll prósent verðbólgu Þegar lánssamningur er bundinn við vísitölu neysluverðs, samrýmist það ekki tilskipun 87/102/EBE að miðað sé við 0% verðbólgu við útreikning á heildarlántökukostnaði og árlegri hlutfallstölu kostnaðar ef þekkt verðbólgustig á lántökudegi er ekki 0%. Þetta segir í ráðgefandi áliti EFTA- 24. nóvember 2014 08:21