Nýr jepplingur frá Mitsubishi í LA Finnur Thorlacius skrifar 21. nóvember 2014 12:07 Mitsubishi XR-PHEV. Mitsubishi sýndi nýjan jeppling á bílasýningunni sem nú stendur yfir í Los Angeles og fer þar bíll sem enn er á tilraunastigi og ber heitið XR-PHEV. Eins og nafnið ber með sér er hann knúinn rafmagni, en einnig brunavél, þ.e. tvinnbíll. Það að Mitsubishi kynni þennan bíl í Bandaríkjunum er í raun yfirlýsing þess efnis að Mitsubishi ætlar ekki að draga sig Bandaríkjamarkaði, líkt og Suzuki hefur þegar gert. Þessum bíl á einmitt að beina að Bandaríkjamarkaði og var haft eftir forsvarsmönnum Mitsubishi að fyrirtækið hefði engar áætlanir um annað en að auka markaðshlutdeild sína þar með nýjum bílum. Nýi jepplingurinn á að marka útlit þeirra nýju bíla sem koma munu frá Mitsubishi á næstu árum. Ekki fer frá því að þær línur sem leika um þennan jeppling séu í ætt við nýjan NX-jeppling frá Lexus, hvort sem það er með vilja gert eður ei. Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent
Mitsubishi sýndi nýjan jeppling á bílasýningunni sem nú stendur yfir í Los Angeles og fer þar bíll sem enn er á tilraunastigi og ber heitið XR-PHEV. Eins og nafnið ber með sér er hann knúinn rafmagni, en einnig brunavél, þ.e. tvinnbíll. Það að Mitsubishi kynni þennan bíl í Bandaríkjunum er í raun yfirlýsing þess efnis að Mitsubishi ætlar ekki að draga sig Bandaríkjamarkaði, líkt og Suzuki hefur þegar gert. Þessum bíl á einmitt að beina að Bandaríkjamarkaði og var haft eftir forsvarsmönnum Mitsubishi að fyrirtækið hefði engar áætlanir um annað en að auka markaðshlutdeild sína þar með nýjum bílum. Nýi jepplingurinn á að marka útlit þeirra nýju bíla sem koma munu frá Mitsubishi á næstu árum. Ekki fer frá því að þær línur sem leika um þennan jeppling séu í ætt við nýjan NX-jeppling frá Lexus, hvort sem það er með vilja gert eður ei.
Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent