Peugeot-Citroën ætlar að segja upp 3.450 starfsmönnum 20. nóvember 2014 11:33 Höfuðstöðvar PSA/Peugeot-Citroën. Ekki gengur betur en svo hjá bílaframleiðandanum PSA/Peugeot-Citroën að til stendur að segja upp 3.450 starfsmönnum á næsta ári. Er það liður í mikilli endurskipulagningu Carlos Taveres forstjóra PSA. Uppsagnirnar verða í formi starfslokasamninga eldri starfsmanna, eingreiðslna til þeirra starfmanna sem eru tilbúnir að hætta störfum og tilflutninga í starfi. Þessi áætlun verður kynnt verkalýðsfélögum starfsmannanna í næstu viku, en í Frakklandi er nánast bannað að segja upp starfsfólki og hefur það valdið miklum vandræðum hjá frönskum bílaframleiðendum á undanförnum árum. Þessi niðurskurður í starfmannafjölda nemur um 6% en 60.000 starfsmenn eru nú hjá PSA. PSA hefur greint frá því að 29% innlends starfsfólks í Frakklandi sé í hættu og það þýðir að störf 9.000 starfsmanna í viðbót gætu tapast. Þrátt fyrir þessar aðgerðir ætlar PSA að skapa 2.000 ný störf fyrir yngri starfmenn sem verða í þjálfun hjá fyrirtækinu á næsta ári. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent
Ekki gengur betur en svo hjá bílaframleiðandanum PSA/Peugeot-Citroën að til stendur að segja upp 3.450 starfsmönnum á næsta ári. Er það liður í mikilli endurskipulagningu Carlos Taveres forstjóra PSA. Uppsagnirnar verða í formi starfslokasamninga eldri starfsmanna, eingreiðslna til þeirra starfmanna sem eru tilbúnir að hætta störfum og tilflutninga í starfi. Þessi áætlun verður kynnt verkalýðsfélögum starfsmannanna í næstu viku, en í Frakklandi er nánast bannað að segja upp starfsfólki og hefur það valdið miklum vandræðum hjá frönskum bílaframleiðendum á undanförnum árum. Þessi niðurskurður í starfmannafjölda nemur um 6% en 60.000 starfsmenn eru nú hjá PSA. PSA hefur greint frá því að 29% innlends starfsfólks í Frakklandi sé í hættu og það þýðir að störf 9.000 starfsmanna í viðbót gætu tapast. Þrátt fyrir þessar aðgerðir ætlar PSA að skapa 2.000 ný störf fyrir yngri starfmenn sem verða í þjálfun hjá fyrirtækinu á næsta ári.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent