Opel lokar Bochum verksmiðjunni Finnur Thorlacius skrifar 8. desember 2014 16:27 Verksmiðja Opel í Bochum hefur nú verið lokað. Verksmiðja Opel í Bochum í Þýskalandi var eitt sinn flagskip Opel og þar unnu mest 22.000 starfsmenn. Hún hefur verið starfrækt samfellt í 52 ár. Nú hefur síðasti framleiðslubíll Opel runnið í gegnum framleiðslulínuna í Bochum og var það Opel Zafira. Þessi lokun markar einu lokun bílaverksmiðju í Þýskalandi frá síðari heimstyrjöld. Undir það síðasta unnu einungis 3.000 manns í verksmiðjunni, en 300 þeirra halda vinnunni við íhlutaframleiðslu. Aðrir starfsmenn hennar verða að finna sér aðra vinnu, sem Opel mun aðstoða þá með. Evrópski hluti General Motors sem inniheldur Opel og systurmerki þess Vauxhall í Bretlandi hefur samtals tapað 18 milljörðum Bandaríkjadala frá árinu 1999, eða 2.230 milljörðum króna. Þessi lokun í Bochum er líður í því að skrúfa fyrir þetta tap og er það markmið Opel að vera rekið með hagnaði frá og með næsta ári. Aukin sala Opel bíla undanfarið gefur góðar vonir um að það gæti tekist. Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent
Verksmiðja Opel í Bochum í Þýskalandi var eitt sinn flagskip Opel og þar unnu mest 22.000 starfsmenn. Hún hefur verið starfrækt samfellt í 52 ár. Nú hefur síðasti framleiðslubíll Opel runnið í gegnum framleiðslulínuna í Bochum og var það Opel Zafira. Þessi lokun markar einu lokun bílaverksmiðju í Þýskalandi frá síðari heimstyrjöld. Undir það síðasta unnu einungis 3.000 manns í verksmiðjunni, en 300 þeirra halda vinnunni við íhlutaframleiðslu. Aðrir starfsmenn hennar verða að finna sér aðra vinnu, sem Opel mun aðstoða þá með. Evrópski hluti General Motors sem inniheldur Opel og systurmerki þess Vauxhall í Bretlandi hefur samtals tapað 18 milljörðum Bandaríkjadala frá árinu 1999, eða 2.230 milljörðum króna. Þessi lokun í Bochum er líður í því að skrúfa fyrir þetta tap og er það markmið Opel að vera rekið með hagnaði frá og með næsta ári. Aukin sala Opel bíla undanfarið gefur góðar vonir um að það gæti tekist.
Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent