Minnkandi eftirspurn eftir bílum í Kína Finnur Thorlacius skrifar 5. desember 2014 15:09 Frá bílasölu í Kína. Hin gríðarlega aukning sem verið hefur á undanförnum árum eftir bílum í Kína hefur nú loks minnkað og bílar hlaðast nú upp hjá mörgum bílasölum þar eystra. Er svo komið að þeir eru farnir að bjóða afslætti á bílum eins og þekkjast í Evrópu og Bandaríkjunum til að koma bílum sínum út. Það hefur orðið til að margar þeirra eru ekki lengur reknar með hagnaði og gætu margar þeirra farið á hausinn á næstunni. Bílaframleiðendur hafa á undanförnum árum keppst við að flytja inn bíla sem og að setja upp eigin bílaverksmiður í Kína og hafa sumir þeirra jafnvel farið offari og gert ráð fyrir álíka vexti og hefur verið undanfarin ár. Það gæti komið í bakið á þeim ef að eftirspurnin fer áfram minnkandi. Engu að síður eru áform sumra bílaframleiðenda stórtæk. Dæmi um það er Volkswagen sem ætlar að auka framleiðslu sína í 4 milljónir bíla í Kína til 2018, en Volkswagen seldi 3,1 milljón bíla þarlendis í fyrra. Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent
Hin gríðarlega aukning sem verið hefur á undanförnum árum eftir bílum í Kína hefur nú loks minnkað og bílar hlaðast nú upp hjá mörgum bílasölum þar eystra. Er svo komið að þeir eru farnir að bjóða afslætti á bílum eins og þekkjast í Evrópu og Bandaríkjunum til að koma bílum sínum út. Það hefur orðið til að margar þeirra eru ekki lengur reknar með hagnaði og gætu margar þeirra farið á hausinn á næstunni. Bílaframleiðendur hafa á undanförnum árum keppst við að flytja inn bíla sem og að setja upp eigin bílaverksmiður í Kína og hafa sumir þeirra jafnvel farið offari og gert ráð fyrir álíka vexti og hefur verið undanfarin ár. Það gæti komið í bakið á þeim ef að eftirspurnin fer áfram minnkandi. Engu að síður eru áform sumra bílaframleiðenda stórtæk. Dæmi um það er Volkswagen sem ætlar að auka framleiðslu sína í 4 milljónir bíla í Kína til 2018, en Volkswagen seldi 3,1 milljón bíla þarlendis í fyrra.
Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent