Gallonið af bensíni undir 2 dollara vestanhafs Finnur Thorlacius skrifar 4. desember 2014 15:45 Þeir gleðjast bíleigendurnir í Bandaríkjunum um þessar mundir, sem víðar. Á bensínstöð einni í Oklahoma City í Bandaríkjunum má nú kaupa gallonið af bensíni á 1,99 dollara. Það samsvarar 65 krónum á hvern líter, eða 3,37 sinnum lægra en það verð sem í boði er á ódýrustu bensínstöðinni hérlendis. Meðalbensínverð í Bandaríkjunum er nú 2,746 dollarar, en mikill munur getur verið á milli bensínstöðva og fylkja þarlendis. Bensínverð hefur lækkað mjög hratt á undanförnum mánuðum og ræður þar mestu mikið framboð þess, þar sem OPEC ríkin hafa ekki viljað minnka framleiðslu sína og Bandaríkjamenn hafa að auki stóraukið framleiðslu sína með „fracking“-vinnslu á olíu. Áfram er spáð lækkun verðs á bensíni, sem og aukinni sölu á bílum í Bandaríkjunum þess vegna. Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent
Á bensínstöð einni í Oklahoma City í Bandaríkjunum má nú kaupa gallonið af bensíni á 1,99 dollara. Það samsvarar 65 krónum á hvern líter, eða 3,37 sinnum lægra en það verð sem í boði er á ódýrustu bensínstöðinni hérlendis. Meðalbensínverð í Bandaríkjunum er nú 2,746 dollarar, en mikill munur getur verið á milli bensínstöðva og fylkja þarlendis. Bensínverð hefur lækkað mjög hratt á undanförnum mánuðum og ræður þar mestu mikið framboð þess, þar sem OPEC ríkin hafa ekki viljað minnka framleiðslu sína og Bandaríkjamenn hafa að auki stóraukið framleiðslu sína með „fracking“-vinnslu á olíu. Áfram er spáð lækkun verðs á bensíni, sem og aukinni sölu á bílum í Bandaríkjunum þess vegna.
Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent