Bóksalar neita þátttöku í jólabókaverðkönnun Atli Ísleifsson skrifar 4. desember 2014 10:58 Oftast var á milli fjórðungs og helmings verðmunur á hæsta og lægsta verði milli verslananna. Vísir/Valli Lægsta verð á jólabókum var oftast að finna í Bónus Korputorgi í verðsamanburði ASÍ. Lægsta verðið var á 51 titli af 70 í Bónus Korputorgi og hjá Nettó Mjódd á tólf titlum. Hæsta verðið var oftast að finna hjá Hagkaupum Skeifunni á þrjátíu titlum, hjá Forlaginu Fiskislóð á 23 titlum og hjá Bóksölu stúdenta á tuttugu titlum. Verðlagseftirlit ASÍ gerði verðsamanburð á jólabókum í sjö bókabúðum og matvöruverslunum víðsvegar um landið síðastliðinn þriðjudag. „Kannað var verð á 70 bókatitlum, sem eru í bókatíðindum 2014. Penninn-Eymundsson, A4, Mál og menning Laugavegi og Iða Lækjargötu töldu það ekki þjóna hagsmunum sínum að verðlagseftirlitið upplýsi neytendur um verð í þeirra verslunum,“ segir í tilkynningu frá ASÍ. Oftast var á milli fjórðungs og helmings verðmunur á hæsta og lægsta verði milli verslananna. Í tilkynningunni segir að mikill munur sé á vöruúrvali á milli þeirra sjö verslana sem könnunin náði til. „Allir 70 bókatitlarnir sem skoðaðir voru fengust hjá Forlaginu og Hagkaupum Skeifunni. Bóksala stúdenta og Nettó Mjódd áttu 66 af titlunum 70. Fæstir bókatitlarnir voru fáanlegir hjá Samkaupum-Úrvali Hafnarfirði eða 19 af 70, Krónan Lindum átti til 39 og Bónus 59. Mestur verðmunur í könnuninni var á fræðibókinni Orðbragð, sem var á lægsta verðinu hjá Bóksölu stúdenta á 3.595 kr. en dýrust hjá Forlaginu á 5.390 kr. sem er 1.795 kr. verðmunur eða 50%. Minnstur verðmunur í könnuninni var á barnabókinni Gula spjaldið í Gautaborg eftir Gunnar Helgason sem var ódýrust hjá Bónus á 2.959 kr. en dýrust hjá Bóksölu stúdenta á 3.495 kr. sem er 536 kr. verðmunur eða 18%.Oftast 25-50% verðmunur Sem dæmi um mikinn verðmun á vinsælum titlum fyrir jólin má nefna að bókin DNA eftir Yrsu Sigurðardóttur var ódýrust á 3.998 kr. hjá Bónus en dýrust á 5.690 kr. hjá Forlaginu, sem er 42% verðmunur. Einnig var mikill verðmunur á prjónabókinni Litlu skrímslin – skemmtilegt dýraprjón á yngstu börnin sem var ódýrust á 3.079 kr. hjá Bónus en dýrust á 3.995 kr. hjá Bóksölu stúdenta sem er 30% verðmunur. Að lokum má benda á að Kamp Knox eftir Arnald Indriðason var ódýrust á 3.999 kr. hjá Krónunni en dýrust á 5.690 kr. hjá Forlaginu sem er 42% verðmunur. Könnunin var gerð í eftirtöldum verslunum á sama tíma: Forlaginu Fiskislóð, A4 Skeifunni, Bóksölu stúdenta Sæmundargötu, Nettó Mjódd, Hagkaupum Skeifunni, Bónus Korputorgi, Krónunni Lindum og Samkaupum-Úrvali Hafnarfirði. Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila. Neytendur ættu einnig að hafa hugfast að verð á algengum bókatitlum breytast oft ört í verslunum á þessum árstíma,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Lægsta verð á jólabókum var oftast að finna í Bónus Korputorgi í verðsamanburði ASÍ. Lægsta verðið var á 51 titli af 70 í Bónus Korputorgi og hjá Nettó Mjódd á tólf titlum. Hæsta verðið var oftast að finna hjá Hagkaupum Skeifunni á þrjátíu titlum, hjá Forlaginu Fiskislóð á 23 titlum og hjá Bóksölu stúdenta á tuttugu titlum. Verðlagseftirlit ASÍ gerði verðsamanburð á jólabókum í sjö bókabúðum og matvöruverslunum víðsvegar um landið síðastliðinn þriðjudag. „Kannað var verð á 70 bókatitlum, sem eru í bókatíðindum 2014. Penninn-Eymundsson, A4, Mál og menning Laugavegi og Iða Lækjargötu töldu það ekki þjóna hagsmunum sínum að verðlagseftirlitið upplýsi neytendur um verð í þeirra verslunum,“ segir í tilkynningu frá ASÍ. Oftast var á milli fjórðungs og helmings verðmunur á hæsta og lægsta verði milli verslananna. Í tilkynningunni segir að mikill munur sé á vöruúrvali á milli þeirra sjö verslana sem könnunin náði til. „Allir 70 bókatitlarnir sem skoðaðir voru fengust hjá Forlaginu og Hagkaupum Skeifunni. Bóksala stúdenta og Nettó Mjódd áttu 66 af titlunum 70. Fæstir bókatitlarnir voru fáanlegir hjá Samkaupum-Úrvali Hafnarfirði eða 19 af 70, Krónan Lindum átti til 39 og Bónus 59. Mestur verðmunur í könnuninni var á fræðibókinni Orðbragð, sem var á lægsta verðinu hjá Bóksölu stúdenta á 3.595 kr. en dýrust hjá Forlaginu á 5.390 kr. sem er 1.795 kr. verðmunur eða 50%. Minnstur verðmunur í könnuninni var á barnabókinni Gula spjaldið í Gautaborg eftir Gunnar Helgason sem var ódýrust hjá Bónus á 2.959 kr. en dýrust hjá Bóksölu stúdenta á 3.495 kr. sem er 536 kr. verðmunur eða 18%.Oftast 25-50% verðmunur Sem dæmi um mikinn verðmun á vinsælum titlum fyrir jólin má nefna að bókin DNA eftir Yrsu Sigurðardóttur var ódýrust á 3.998 kr. hjá Bónus en dýrust á 5.690 kr. hjá Forlaginu, sem er 42% verðmunur. Einnig var mikill verðmunur á prjónabókinni Litlu skrímslin – skemmtilegt dýraprjón á yngstu börnin sem var ódýrust á 3.079 kr. hjá Bónus en dýrust á 3.995 kr. hjá Bóksölu stúdenta sem er 30% verðmunur. Að lokum má benda á að Kamp Knox eftir Arnald Indriðason var ódýrust á 3.999 kr. hjá Krónunni en dýrust á 5.690 kr. hjá Forlaginu sem er 42% verðmunur. Könnunin var gerð í eftirtöldum verslunum á sama tíma: Forlaginu Fiskislóð, A4 Skeifunni, Bóksölu stúdenta Sæmundargötu, Nettó Mjódd, Hagkaupum Skeifunni, Bónus Korputorgi, Krónunni Lindum og Samkaupum-Úrvali Hafnarfirði. Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila. Neytendur ættu einnig að hafa hugfast að verð á algengum bókatitlum breytast oft ört í verslunum á þessum árstíma,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira