Lexus dregur á BMW og Benz í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 2. desember 2014 15:15 Lexus NX. Lexus bílar seljast vel í Bandaríkjunum og fyrirtækið stefnir í að selja fleiri bíla en upphafleg spá þess fyrir árið. Lexus hafði miðað við 290.000 bíla sölu en fer líklega yfir 300.000 bíla sölu. Lexus var söluhæsta lúxusbílamerkið í Bandaríkjunum öll árin frá 2000 til 2010. Nú er það hinsvegar BMW sem leiðir og Mercedes Benz er í öðru sæti. BMW hefur selt 267.200 bíla á fyrstu 10 mánuðum ársins, Mercedes Benz 261.800 bíla og Lexus 244.000 bíla. Með góðri sölu ársins hefur Lexus dregið á þýsku bílasmiðina og ætlar Lexus að ná aftur titlinum stærsti lúxusbílasalinn, hvort sem það verður á næsta ári eða þarnæsta. Tilkoma nýja NX-jepplingsins gæti hjálpað mikið uppá á næsta ári, sem og RC coupe bíll Lexus. Með þessum tveimur nýju bílgerðum Lexus eru þær alls orðnar 11 talsins vestanhafs. Lexus á von á því að vöxtur í sölu verði hærri á næsta ári en hjá markaðnum í heild, sem og og á meðal lúxusbílaframleiðenda. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Blautt víðast hvar Veður
Lexus bílar seljast vel í Bandaríkjunum og fyrirtækið stefnir í að selja fleiri bíla en upphafleg spá þess fyrir árið. Lexus hafði miðað við 290.000 bíla sölu en fer líklega yfir 300.000 bíla sölu. Lexus var söluhæsta lúxusbílamerkið í Bandaríkjunum öll árin frá 2000 til 2010. Nú er það hinsvegar BMW sem leiðir og Mercedes Benz er í öðru sæti. BMW hefur selt 267.200 bíla á fyrstu 10 mánuðum ársins, Mercedes Benz 261.800 bíla og Lexus 244.000 bíla. Með góðri sölu ársins hefur Lexus dregið á þýsku bílasmiðina og ætlar Lexus að ná aftur titlinum stærsti lúxusbílasalinn, hvort sem það verður á næsta ári eða þarnæsta. Tilkoma nýja NX-jepplingsins gæti hjálpað mikið uppá á næsta ári, sem og RC coupe bíll Lexus. Með þessum tveimur nýju bílgerðum Lexus eru þær alls orðnar 11 talsins vestanhafs. Lexus á von á því að vöxtur í sölu verði hærri á næsta ári en hjá markaðnum í heild, sem og og á meðal lúxusbílaframleiðenda.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Blautt víðast hvar Veður