Volkswagen Golf fékk nafn sitt frá hesti Finnur Thorlacius skrifar 2. desember 2014 13:15 Golf fékk nafn sitt frá hesti innkaupastjóra Volkswagen. Þeir sem þekkja til nafna Volkswagen bíla vita að margir bílar þeirra bera nöfn sem vitna til vindfyrirbæra. Passat táknar farvinda sem tíðir eru nærri miðbaug, Scirocco táknar miðjarðarhafsvinda og því myndu margir halda að Golf væri tilvitnun í Golfstrauminn. Svo er þó ekki. Þegar verið var að velta fyrir sér nafni á arftaka bjöllunnar komu nöfnin Blizzard og Caribe til greina, en staðreyndin er sú að bíllinn fékk nafn sitt frá hesti sem þáverandi innkaupastjóri Volkswagen átti. Þessi hestur hafði alla kosti hests að bera, var geðgóður, fallega skapaður og frábær reiðhestur. Því stakk hann upp á þessu nafni og eftir að fleiri samstarfmenn hans höfðu barið hest hans augum var ákveðið að bíllinn fengi sama nafn, þ.e. Golf. Þessa staðreynd má lesa um á safninu Stiftung AutoMuseum Volkswagen. Það hefur örugglega ekki sakað að Golf er einnig tilvitnun til Golfstraumsins, en látum það liggja á milli hluta. Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent
Þeir sem þekkja til nafna Volkswagen bíla vita að margir bílar þeirra bera nöfn sem vitna til vindfyrirbæra. Passat táknar farvinda sem tíðir eru nærri miðbaug, Scirocco táknar miðjarðarhafsvinda og því myndu margir halda að Golf væri tilvitnun í Golfstrauminn. Svo er þó ekki. Þegar verið var að velta fyrir sér nafni á arftaka bjöllunnar komu nöfnin Blizzard og Caribe til greina, en staðreyndin er sú að bíllinn fékk nafn sitt frá hesti sem þáverandi innkaupastjóri Volkswagen átti. Þessi hestur hafði alla kosti hests að bera, var geðgóður, fallega skapaður og frábær reiðhestur. Því stakk hann upp á þessu nafni og eftir að fleiri samstarfmenn hans höfðu barið hest hans augum var ákveðið að bíllinn fengi sama nafn, þ.e. Golf. Þessa staðreynd má lesa um á safninu Stiftung AutoMuseum Volkswagen. Það hefur örugglega ekki sakað að Golf er einnig tilvitnun til Golfstraumsins, en látum það liggja á milli hluta.
Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent