Hvernig hræða á bílasölumenn Finnur Thorlacius skrifar 1. desember 2014 14:56 Listaökumaðurinn Jeff Gordon var fenginn af drykkjarvöruframleiðandanum Pepsi til að gera smá grikk á bílasölu einni í Bandaríkjunum. Hann var dulbúinn sem hver annar miðaldra klaufi sem ekkert þykist þekkja til aflmikilla bíla, hvað þá aka þeim. Bílasalinn býður honum að aka afar öflugum Chevrolet Camaro og í fyrstu virðist Jeff ekki kunna á honum nein tök, en svo breytist allt. Hann stígur bílinn í botn og þeytir honum gegnum hverja hindrunina á fætur annarri á listilegan hátt, en á meðan hræðir hann líftóruna úr bílasalanum, sem engist um í hræðsluöskrum. Ómæld skemmtun fyrir ökuþórinn en einhverra hluta vegna læðist sá grunur að, að þetta sé allt leikið, en þá vel leikið. Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent
Listaökumaðurinn Jeff Gordon var fenginn af drykkjarvöruframleiðandanum Pepsi til að gera smá grikk á bílasölu einni í Bandaríkjunum. Hann var dulbúinn sem hver annar miðaldra klaufi sem ekkert þykist þekkja til aflmikilla bíla, hvað þá aka þeim. Bílasalinn býður honum að aka afar öflugum Chevrolet Camaro og í fyrstu virðist Jeff ekki kunna á honum nein tök, en svo breytist allt. Hann stígur bílinn í botn og þeytir honum gegnum hverja hindrunina á fætur annarri á listilegan hátt, en á meðan hræðir hann líftóruna úr bílasalanum, sem engist um í hræðsluöskrum. Ómæld skemmtun fyrir ökuþórinn en einhverra hluta vegna læðist sá grunur að, að þetta sé allt leikið, en þá vel leikið.
Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent