Hingað og ekki lengra Finnur Thorlacius skrifar 1. desember 2014 13:43 Hrútar eru ákveðnar skepnur sem láta engan vaða yfir sig. Það fékk þessi ökumaður í Ástralíu að kynnast á dögunum. Hann ætlaði að komast leiðar sinnar eftir fáförnum malarvegi, en fyrir var þessi staðfasti hrútur sem hefur eignað sér veginn. Hann gerir sér ltið fyrir og ræðst að bílnum með stórgerðum hornum sínum. Sést hann stanga bílinn einum 6 sinnum og víst má vera að það hefur séð á bílnum eftir aðfarir hans. Ökumaðurinn er þó ekki á því að hrúturinn hafi sigur í þessum bardaga þó hann hörfi á bíl sínum til að koma í veg fyrir meira tjón. Myndskeiðið endar í þrátefli sem allsendis óvíst er hvernig endar, því hvorugur vill gefa sitt. Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent
Hrútar eru ákveðnar skepnur sem láta engan vaða yfir sig. Það fékk þessi ökumaður í Ástralíu að kynnast á dögunum. Hann ætlaði að komast leiðar sinnar eftir fáförnum malarvegi, en fyrir var þessi staðfasti hrútur sem hefur eignað sér veginn. Hann gerir sér ltið fyrir og ræðst að bílnum með stórgerðum hornum sínum. Sést hann stanga bílinn einum 6 sinnum og víst má vera að það hefur séð á bílnum eftir aðfarir hans. Ökumaðurinn er þó ekki á því að hrúturinn hafi sigur í þessum bardaga þó hann hörfi á bíl sínum til að koma í veg fyrir meira tjón. Myndskeiðið endar í þrátefli sem allsendis óvíst er hvernig endar, því hvorugur vill gefa sitt.
Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent